Að kvöldi 10. apríl 1815, eða fyrir réttum 210 árum, gekk Napóleon Bonaparte eins og venjulega seint til sængur. Það var komið fram yfir miðnætti. Keisarinn knái var í höllu sinni í París; hann hafði snúið aftur til borgarinnar örfáum vikum fyrr úr útlegð á eyjunni Elbu út af Ítalíuströndum og var nú í kapphlaupi við tímann að koma sér upp nægilega fjölmennum her til að hann gæti staðið uppi í hárinu á fjendum sínum þegar þeir birtust.
Sem þeir myndu gera. Napóleon vissi vel að skammt utan landamæra Frakklands var þegar farið að smala í rússneskan her, prússneskan, breskan, austurrískan, jafnvel sænskan.
Svo hann mátti engan tíma missa. Í morgunsárið kæmu hans tryggu marskálkar, Davout og Ney, að ráða ráðum sínum um þjálfun þeirra nýliða sem nú hópuðust í franska herinn til að verja keisara sinn.
Þetta voru örlagaríkir vordagar í Evrópu, það var ljóst. Í hefðbundnum mannkynssögubókum skyggir …
Athugasemdir (1)