Carbfix ehf., félagið sem hefur þróað og unnið að niðurdælingu koldíoxíðs, er metið verðlaust í ársreikningi opinbera hlutafélagsins Carbfix, eignarhaldsfélagsins utan um reksturinn. Það er að fullu í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Inn í þessu neti fyrirtækja er einnig Coda Terminal, en undir þeirra merkjum hugðist Carbfix opna niðurdælingarstöðu kolefna í Straumsvík í Hafnarfirði – og víðar.
Í sama ársreikningi kemur fram að eigið fé Carbfix ohf. er neikvætt um rúman hálfan milljarð. Almennt bendir slíkt til að félagið sé ógjaldfært og standi frammi fyrir alvarlegum fjárhagserfiðleikum. Áframhaldandi rekstur er háður því að eigandinn – Orkuveita Reykjavíkur – styðji fjárhagslega við fyrirtækið.
Tap eignarhaldsfélagsins Carbfix er umtalsvert og jókst það verulega á milli ára. Árið 2023 tapaði Carbfix 171 milljón króna en nam 1,3 milljörðum á síðasta ári. Eykst tapið því um 660 prósent á milli ára. Eignarhaldsfélagið hefur dregið rúma fjóra og hálfan milljarð á lánalínu Orkuveitunnar og óvíst um …
Athugasemdir