Hef alltaf vitað að ég er öðruvísi

Krummi Smári Ingi­ríð­ar­son hef­ur alltaf vit­að að hann er hann. Hann ólst upp í Þýskalandi á 7. og 8. ára­tugn­um og gekk í gegn­um þung áföll. „En hér er ég í dag. Ham­ingju­sam­ur.“

Hef alltaf vitað að ég er öðruvísi
Til í meira sólskin Krummi Smári Ingiríðarson er hamingjusamur í dag en hefur gengið í gegnum ýmis áföll á lífsleiðinni. Að birgja hlutina inni hjálpar ekki, það hefur hann lært. Mynd: Golli

Ég kom til Íslands fyrir 18 árum og hef ekki litið til baka síðan. Ég varð hamingjusamur þegar ég kvaddi heimalandið, Þýskaland. Fjölskylda mín býr úti um allan heim, flest okkar eru kokkar, við viljum vera á hreyfingu, ekki sitja bara á rassinum. Ég er menntaður kokkur og hef verið í 35 ár. Ég kom hingað til að vinna og fyrstu þrjú árin var ég á Hótel Geysi í Haukadal.  

Ég reyni að vera jákvæður, ég er oftast jákvæður en auðvitað sekk ég aðeins niður líka, hver gerir það ekki? Svo lengi sem ég hef tónlist er ég oftast góður.

Ég hef alltaf vitað að ég er öðruvísi. Ég er trans. Mamma og pabbi hafa alltaf stutt mig. Ég trúði því alltaf að ég væri strákur, versta martröðin mín varð að veruleika þegar ég byrjaði á blæðingum. 

„Ég skaðaði sjálfan mig og reyndi að svipta mig lífi. En hér er ég í dag. Hamingjusamur.

Það var erfitt að vera eins og ég er í samfélaginu á þessum tíma. Mér var nauðgað. Tvisvar. Það var erfitt og það tók mig langan tíma að vinna úr því. Ég skaðaði sjálfan mig og reyndi að svipta mig lífi. En hér er ég í dag. Hamingjusamur. 

Ég get alveg talað um þetta. Ef fólk spyr þá svara ég, ég á erfitt með að segja ekki allan sannleikann. Ég hef lært að það að birgja hlutina inni hjálpar ekki, ef einhver er þarna úti sem vill vita, af hverju ekki að segja frá því?   

Í dag er ég matráður á leikskólanum Vesturborg. Ég hlusta á tónlist og hljóðbækur á meðan ég vinn. Stundum dansa ég.

Ég ætla ekki aftur til Þýskalands, mamma lést fyrir 12 árum, ég hef ekkert þangað að sækja lengur. Ég á bestu vinkonu hér á Íslandi, hún er mér sem systir. Fyrir utan hana á ég ekki marga vini, ég á erfitt með að mynda tengsl. En börnin hér á leikskólanum eru æðisleg, sérstaklega þau yngstu, þau eru svo hreinskilin, þau kunna ekki að ljúga. Þau eru eins og ég, ætli ég hafi nokkuð lært að fullorðnast? Þetta umhverfi hentar mér. 

Ég væri til í meira sólskin í líf mitt. Ég var reyndar að huga að garðinum um helgina í sólinni, náði að snyrta trén og rósarunnana. Ég er mikið fyrir garðyrkju. Ég er að verða 58 ára, tíu ár í viðbót af vinnu. Mig langar að verja ellinni á Indlandi, en mér líður illa í margmenni svo það gæti reynst flókið. En góð tónlist, góður matur, indælt fólk og heilun. Það heillar.“


Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á: Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s. 1717, netspjallið 1717.is og Píeta símann s. 552-2218.
Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s. 552-2218.
Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár