Hef alltaf vitað að ég er öðruvísi

Krummi Smári Ingi­ríð­ar­son hef­ur alltaf vit­að að hann er hann. Hann ólst upp í Þýskalandi á 7. og 8. ára­tugn­um og gekk í gegn­um þung áföll. „En hér er ég í dag. Ham­ingju­sam­ur.“

Hef alltaf vitað að ég er öðruvísi
Til í meira sólskin Krummi Smári Ingiríðarson er hamingjusamur í dag en hefur gengið í gegnum ýmis áföll á lífsleiðinni. Að birgja hlutina inni hjálpar ekki, það hefur hann lært. Mynd: Golli

Ég kom til Íslands fyrir 18 árum og hef ekki litið til baka síðan. Ég varð hamingjusamur þegar ég kvaddi heimalandið, Þýskaland. Fjölskylda mín býr úti um allan heim, flest okkar eru kokkar, við viljum vera á hreyfingu, ekki sitja bara á rassinum. Ég er menntaður kokkur og hef verið í 35 ár. Ég kom hingað til að vinna og fyrstu þrjú árin var ég á Hótel Geysi í Haukadal.  

Ég reyni að vera jákvæður, ég er oftast jákvæður en auðvitað sekk ég aðeins niður líka, hver gerir það ekki? Svo lengi sem ég hef tónlist er ég oftast góður.

Ég hef alltaf vitað að ég er öðruvísi. Ég er trans. Mamma og pabbi hafa alltaf stutt mig. Ég trúði því alltaf að ég væri strákur, versta martröðin mín varð að veruleika þegar ég byrjaði á blæðingum. 

„Ég skaðaði sjálfan mig og reyndi að svipta mig lífi. En hér er ég í dag. Hamingjusamur.

Það var erfitt að vera eins og ég er í samfélaginu á þessum tíma. Mér var nauðgað. Tvisvar. Það var erfitt og það tók mig langan tíma að vinna úr því. Ég skaðaði sjálfan mig og reyndi að svipta mig lífi. En hér er ég í dag. Hamingjusamur. 

Ég get alveg talað um þetta. Ef fólk spyr þá svara ég, ég á erfitt með að segja ekki allan sannleikann. Ég hef lært að það að birgja hlutina inni hjálpar ekki, ef einhver er þarna úti sem vill vita, af hverju ekki að segja frá því?   

Í dag er ég matráður á leikskólanum Vesturborg. Ég hlusta á tónlist og hljóðbækur á meðan ég vinn. Stundum dansa ég.

Ég ætla ekki aftur til Þýskalands, mamma lést fyrir 12 árum, ég hef ekkert þangað að sækja lengur. Ég á bestu vinkonu hér á Íslandi, hún er mér sem systir. Fyrir utan hana á ég ekki marga vini, ég á erfitt með að mynda tengsl. En börnin hér á leikskólanum eru æðisleg, sérstaklega þau yngstu, þau eru svo hreinskilin, þau kunna ekki að ljúga. Þau eru eins og ég, ætli ég hafi nokkuð lært að fullorðnast? Þetta umhverfi hentar mér. 

Ég væri til í meira sólskin í líf mitt. Ég var reyndar að huga að garðinum um helgina í sólinni, náði að snyrta trén og rósarunnana. Ég er mikið fyrir garðyrkju. Ég er að verða 58 ára, tíu ár í viðbót af vinnu. Mig langar að verja ellinni á Indlandi, en mér líður illa í margmenni svo það gæti reynst flókið. En góð tónlist, góður matur, indælt fólk og heilun. Það heillar.“


Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á: Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s. 1717, netspjallið 1717.is og Píeta símann s. 552-2218.
Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s. 552-2218.
Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
6
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár