Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Hef alltaf vitað að ég er öðruvísi

Krummi Smári Ingi­ríð­ar­son hef­ur alltaf vit­að að hann er hann. Hann ólst upp í Þýskalandi á 7. og 8. ára­tugn­um og gekk í gegn­um þung áföll. „En hér er ég í dag. Ham­ingju­sam­ur.“

Hef alltaf vitað að ég er öðruvísi
Til í meira sólskin Krummi Smári Ingiríðarson er hamingjusamur í dag en hefur gengið í gegnum ýmis áföll á lífsleiðinni. Að birgja hlutina inni hjálpar ekki, það hefur hann lært. Mynd: Golli

Ég kom til Íslands fyrir 18 árum og hef ekki litið til baka síðan. Ég varð hamingjusamur þegar ég kvaddi heimalandið, Þýskaland. Fjölskylda mín býr úti um allan heim, flest okkar eru kokkar, við viljum vera á hreyfingu, ekki sitja bara á rassinum. Ég er menntaður kokkur og hef verið í 35 ár. Ég kom hingað til að vinna og fyrstu þrjú árin var ég á Hótel Geysi í Haukadal.  

Ég reyni að vera jákvæður, ég er oftast jákvæður en auðvitað sekk ég aðeins niður líka, hver gerir það ekki? Svo lengi sem ég hef tónlist er ég oftast góður.

Ég hef alltaf vitað að ég er öðruvísi. Ég er trans. Mamma og pabbi hafa alltaf stutt mig. Ég trúði því alltaf að ég væri strákur, versta martröðin mín varð að veruleika þegar ég byrjaði á blæðingum. 

„Ég skaðaði sjálfan mig og reyndi að svipta mig lífi. En hér er ég í dag. Hamingjusamur.

Það var erfitt að vera eins og ég er í samfélaginu á þessum tíma. Mér var nauðgað. Tvisvar. Það var erfitt og það tók mig langan tíma að vinna úr því. Ég skaðaði sjálfan mig og reyndi að svipta mig lífi. En hér er ég í dag. Hamingjusamur. 

Ég get alveg talað um þetta. Ef fólk spyr þá svara ég, ég á erfitt með að segja ekki allan sannleikann. Ég hef lært að það að birgja hlutina inni hjálpar ekki, ef einhver er þarna úti sem vill vita, af hverju ekki að segja frá því?   

Í dag er ég matráður á leikskólanum Vesturborg. Ég hlusta á tónlist og hljóðbækur á meðan ég vinn. Stundum dansa ég.

Ég ætla ekki aftur til Þýskalands, mamma lést fyrir 12 árum, ég hef ekkert þangað að sækja lengur. Ég á bestu vinkonu hér á Íslandi, hún er mér sem systir. Fyrir utan hana á ég ekki marga vini, ég á erfitt með að mynda tengsl. En börnin hér á leikskólanum eru æðisleg, sérstaklega þau yngstu, þau eru svo hreinskilin, þau kunna ekki að ljúga. Þau eru eins og ég, ætli ég hafi nokkuð lært að fullorðnast? Þetta umhverfi hentar mér. 

Ég væri til í meira sólskin í líf mitt. Ég var reyndar að huga að garðinum um helgina í sólinni, náði að snyrta trén og rósarunnana. Ég er mikið fyrir garðyrkju. Ég er að verða 58 ára, tíu ár í viðbót af vinnu. Mig langar að verja ellinni á Indlandi, en mér líður illa í margmenni svo það gæti reynst flókið. En góð tónlist, góður matur, indælt fólk og heilun. Það heillar.“


Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á: Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s. 1717, netspjallið 1717.is og Píeta símann s. 552-2218.
Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s. 552-2218.
Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu