Halla Gunnarsdóttir bar afgerandi sigur úr býtum í formannskjöri stéttarfélagsins VR, með 45,7 prósent atkvæða. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta sterka, skýra umboð,“ segir hún ynnt eftir viðbrögðum sínum.
Halla segir kosningabaráttuna hafa verið stórbrotna og telur umboðið vera því að þakka að hún hafi verið dugleg að hitta og tala við félagsfólk. „Ég fór inn á hundruð vinnustaða og talaði við þúsundir félaga. Það gaf mér miklu, miklu betri innsýn inn í öll þessi ólíku störf sem VR-félagar vinna og þau ólíku kjör sem fólk býr við en ég hafði áður en ég lagði af stað. Og taldi ég mig þó vita ýmislegt. Það er búið að vera svakalega gott veganesti.“
Hún segir að það sé ekki hennar stíll en hún skilji hvernig það geti verið auðvelt að lokast inni í starfi sem þessu og gleyma að tala við félagsfólkið. „Það er alveg nóg af verkefnum á skrifstofunni. …
Athugasemdir