Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Heimildin tilnefnd til þrennra blaðamannaverðlauna

Til­kynnt hef­ur ver­ið um til­nefn­ing­ar til Blaða­manna­verð­laun­anna fyr­ir ár­ið 2024. Fjór­ir blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar hlutu til­nefn­ingu.

Heimildin tilnefnd til þrennra blaðamannaverðlauna
Fjórir blaðamenn Heimildarinnar voru tilnefndir.

Tilkynnt hefur verið um þau sem tilnefnd eru til Blaðamannaverðlauna ársins 2024. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum –  umfjöllun ársins, viðtal ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og blaðamannaverðlaun ársins. Heimildin fékk þrjár tilnefningar en fjórir blaðamenn eru tilnefndir.

Verðlaunin verða afhent í Grósku 12. mars næstkomandi. RÚV hlaut flestar tilnefningar.

Erla Hlynsdóttir fékk tilnefningu fyrir viðtal sitt við Agnesi M. Sigurðardóttur, fyrrverandi biskup Íslands og fyrsta kvenbiskup landsins. „Blaðamaður nær trausti viðmælandans sem opnar sig í fyrsta sinn um þá skömm og niðurlægingu sem hún upplifði eftir að óvissa kom upp um lögmæti embættisgjörða hennar. Blaðamanni tekst þannig að sýna deilur innan Þjóðkirkjunnar í nýju ljósi í gegnum sögu biskups,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.

Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson eru tilnefnd fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir fréttaskýringar sínar um fyrirtækið Running Tide. „Áhrifamikil umfjöllun sem afhjúpaði skýjaborgir fyrirtækisins Running Tide sem seldi vanhugsaðar lausnir á loftslagsvandanum,“ stendur í rökstuðningi dómnefndar. 

Þá er Auður Jónsdóttir er tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjallanir um menningu og tjáningarfrelsi. Í umsögninni eru sérstaklega nefnd viðtöl hennar við Kristin Hrafnsson um mál Julians Assange og rithöfundinn Salman Rushdie.

Hér að neðan má sjá tilnefningarnar í heild sinni:

Umfjöllun ársins 2024

  • Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin. 
  • Guðrún Hulda Pálsdóttir, Bændablaðinu, fyrir umfjöllun um einokun á íslenskum markaði með koltvísýring sem er nauðsynlegur í ylrækt. 
  • Pétur Magnússon, RÚV. Fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða. 

Viðtal ársins 2024

  • Erla Hlynsdóttir, Heimildinni, fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur, fyrrverandi biskup Íslands. 
  • Eva Björk Benediktsdóttir, RÚV, fyrir viðtal við Hafdísi Báru Óskarsdóttur sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns og fyrrverandi sambýlismanns.
  • Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, fyrir viðtal við Davíð Viðarsson, þar sem sögu hins upprunalega Davíðs Viðarssonar eru gerð skil.

Rannsóknarblaðamennska ársins 2024

  • Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson, RÚV, fyrir umfjöllun um unga, fatlaða einstaklinga sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða því önnur úrræði skortir í heilbrigðiskerfinu.
  • Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Heimildinni, fyrir fréttaskýringar um Running Tide. 
  • Urður Örlygsdóttir og Arnar Þórisson, RÚV, fyrir fyrir umfjöllun um mansal á matsölustöðum Quang Le.

Blaðamannaverðlaun ársins 2024

  • Auður Jónsdóttir, Heimildinni, fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjallanir. 
  • Freyr Gígja Gunnarsson, RÚV, fyrir fréttaskýringar í Speglinum. 
  • Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Morgunblaðið og mbl.is, fyrir umfjöllun um skólakerfi í vanda. 

Fyrirvari: Hér er fjallað um mál er varða Heimildina með beinum hætti.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár