Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Syngur svo jörðin haldi áfram að snúast

Glúm­ur Gylfa­son „komst á pedal­inn“ og varð org­an­isti á Sel­fossi þeg­ar hann var ung­ur. Þessa dag­ana tek­ur hann þátt í tíða­söng í Dóm­kirkj­unni til að jörð­in haldi áfram að snú­ast.

Syngur svo jörðin haldi áfram að snúast
Hefur aldrei týnt Kristi Glúmur segist hafa verið trúaður alla sína ævi. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

Ég er að fara í tíðasöng í Dómkirkjunni sem er þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagsmorgna klukkan korter yfir níu. Þá eru sungnar tíðir. Ef það er ekki gert þá hættir jörðin að snúast. Þetta er gömul kenning. Þeir gerðu þetta alltaf í kaþólsku og gera enn. Alltaf í klaustrunum á þriggja tíma fresti, því annars hættir jörðin að snúast.

Þetta er búið að vera núna nokkur ár í Dómkirkjunni sem ég fer og syng. Við erum þarna nokkrir. Það er bara vandinn þar að það er ekkert bílastæði. Það hefur komið upp sú hugmynd að vera með hestastein þarna niðri við Dómkirkju þannig að menn geti komið ríðandi. Því það er búið að loka algjörlega að öllu.

Ég hef verið trúaður alla ævi. Ég les Biblíuna á kvöldin og svona og fer með vissar bænir líka. Ég segi nú alveg eins og Karl biskup. Hann var spurður: „Hefur þú fundið Krist?“ – „Nei,“ sagði Karl. „Ég hef nefnilega aldrei týnt honum.“

Ég er búinn að vera organisti á Selfossi. Nú er ég gamalmenni svo ég á sumarbústað hér í Reykjavík. Þegar ég flyt á Selfoss er ég tvítugur kennari. Ég kunni svolítið að spila þá.

Mér var fengið herbergi hjá sóknarnefndarformanninum. Þá komst ég ekki í herbergið strax því þar var þýskur orgelsmiður sem var að setja upp orgelið í kirkjunni. Sóknarnefndarfomaðurinn gaf mér lykil og sagði: „Þú mátt fara að æfa þig.“ Þarna komst ég á pedalinn. Ég hafði lært á píanó sem barn en ekki orgel. Þetta varð til þess að ég hélt áfram að spila og æfa mig og varð organisti.“ 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ES
    Egill Sæbjörnsson skrifaði
    Góð grein sem fær Jörðina til að snúast áfram
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár