Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Uppsögnin fær kannski að standa

Magnea Arn­ar­dótt­ir leik­skóla­kenn­ari seg­ist ætla að skoða kjara­samn­inga kenn­ara áð­ur en hún tek­ur ákvörð­un um hvort hún ætli að draga upp­sögn sína til baka. „En ég held að þetta sé góð­ur samn­ing­ur. Samn­inga­nefnd­irn­ar okk­ar hefðu ekki skrif­að und­ir hvað sem er,“ seg­ir hún.

Uppsögnin fær kannski að standa
Leikskólakennari Magnea segir kjarabaráttuna hafa tekið á kennara á síðustu vikum. Mynd: Aðsend

„Ég ætla klárlega að skoða samninginn áður en ég dreg uppsögnina til baka. En eins og ég hef sagt þá vil ég hvergi annars staðar vinna.“

Þetta segir Magnea Arnardóttir, leikskólakennari og þroskaþjálfi, í samtali við Heimildina. Hún sagði starfi sínu lausu í síðustu viku eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara.

Spurð út í aðdraganda þeirrar ákvörðunar segir Magnea að síðustu mánuði hafi henni fundist talað illa um kennarastéttina. Því hefði verið haldið fram að kennarar tækju ekki samningum og segðu sífellt nei. „En samt á sama tíma erum við rosalega ómissandi. Svo þegar sambandið segir nei á föstudaginn þá missti ég alveg gleðina í þessu öllu saman. En þetta er besta vinna í heimi,“ segir hún. 

Glöð en full vantrausts

Magnea segir að blendnar tilfinningar hafi vaknað eftir að tilkynnt var að kjarasamningur Kennarasambands Íslands við ríki og sveit væri í höfn. „Ég er rosaglöð en að sama skapi er maður enn fullur vantrausts eftir síðustu vikur að fylgjast með fjölmiðlum og umræðu um kennslu og kennarastarfið. Blendnar tilfinningar, en ég held að það sé bjart fram undan.“

„Við erum glöð að sjá að þetta sé heildarhækkun en ekki einhvers konar fríðindadans
Magnea Arnardóttir

Magneu líst ágætlega á það sem hefur þegar verið kynnt um samningana. „Þetta eru hlutir sem við höfum átt inni síðustu ár. Ég held að þetta komi bara vel út fyrir okkur. Leikskólakennarar eru bara á berstrípuðum grunnlaunum. Við erum glöð að sjá að þetta sé heildarhækkun en ekki einhvers konar fríðindadans með yfirvinnutíma eða annað sem við vinnum ekki og höfum ekki tækifæri til að vinna hvort eð er,“ segir hún. 

Spurð hvort hún hefði viljað sjá meiri hækkun svarar hún því þó játandi. „Mér finnst að ég eigi ekki að fá lægri laun en fólk í banka, þannig að ég verð að segja já. En ég held að þetta sé góður samningur. Samninganefndirnar okkar hefðu ekki skrifað undir hvað sem er, þau eru alveg búin að sýna það. Það voru stór skref tekin.“

Fögnuðu með vöfflukaffi

Magnea segir samstarfsfólk hennar virðast sömuleiðis nokkuð bjartsýnt eftir að samningar náðust.

„Við hentum nú í vöfflukaffi [á miðvikudaginn]. En þetta er alveg búið að taka á fólk. Það er búið að ganga í gegnum ýmsar hæðir og lægðir í tilfinningum hérna undanfarnar vikur. Mér finnst kannski ekki koma nógu mikið fram að leikskólakennarastéttin hefur aldrei, aldrei, farið í verkfall fyrr en þessar aðgerðir hófust í haust.“ 

Magnea bætir því við að henni þyki jákvætt hve mikil samstaða var hjá kennarastéttinni allri í baráttunni. „Það er svolítið magnað að öll félögin voru saman í þessu. Okkur hefur oft verið egnt upp á móti hvert öðru og það er ákveðinn flótti á milli skólastiga. Okkur þykir vænt um það sem kennarar að við höfum öll verið saman í þessu.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu