Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Uppsögnin fær kannski að standa

Magnea Arn­ar­dótt­ir leik­skóla­kenn­ari seg­ist ætla að skoða kjara­samn­inga kenn­ara áð­ur en hún tek­ur ákvörð­un um hvort hún ætli að draga upp­sögn sína til baka. „En ég held að þetta sé góð­ur samn­ing­ur. Samn­inga­nefnd­irn­ar okk­ar hefðu ekki skrif­að und­ir hvað sem er,“ seg­ir hún.

Uppsögnin fær kannski að standa
Leikskólakennari Magnea segir kjarabaráttuna hafa tekið á kennara á síðustu vikum. Mynd: Aðsend

„Ég ætla klárlega að skoða samninginn áður en ég dreg uppsögnina til baka. En eins og ég hef sagt þá vil ég hvergi annars staðar vinna.“

Þetta segir Magnea Arnardóttir, leikskólakennari og þroskaþjálfi, í samtali við Heimildina. Hún sagði starfi sínu lausu í síðustu viku eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara.

Spurð út í aðdraganda þeirrar ákvörðunar segir Magnea að síðustu mánuði hafi henni fundist talað illa um kennarastéttina. Því hefði verið haldið fram að kennarar tækju ekki samningum og segðu sífellt nei. „En samt á sama tíma erum við rosalega ómissandi. Svo þegar sambandið segir nei á föstudaginn þá missti ég alveg gleðina í þessu öllu saman. En þetta er besta vinna í heimi,“ segir hún. 

Glöð en full vantrausts

Magnea segir að blendnar tilfinningar hafi vaknað eftir að tilkynnt var að kjarasamningur Kennarasambands Íslands við ríki og sveit væri í höfn. „Ég er rosaglöð en að sama skapi er maður enn fullur vantrausts eftir síðustu vikur að fylgjast með fjölmiðlum og umræðu um kennslu og kennarastarfið. Blendnar tilfinningar, en ég held að það sé bjart fram undan.“

„Við erum glöð að sjá að þetta sé heildarhækkun en ekki einhvers konar fríðindadans
Magnea Arnardóttir

Magneu líst ágætlega á það sem hefur þegar verið kynnt um samningana. „Þetta eru hlutir sem við höfum átt inni síðustu ár. Ég held að þetta komi bara vel út fyrir okkur. Leikskólakennarar eru bara á berstrípuðum grunnlaunum. Við erum glöð að sjá að þetta sé heildarhækkun en ekki einhvers konar fríðindadans með yfirvinnutíma eða annað sem við vinnum ekki og höfum ekki tækifæri til að vinna hvort eð er,“ segir hún. 

Spurð hvort hún hefði viljað sjá meiri hækkun svarar hún því þó játandi. „Mér finnst að ég eigi ekki að fá lægri laun en fólk í banka, þannig að ég verð að segja já. En ég held að þetta sé góður samningur. Samninganefndirnar okkar hefðu ekki skrifað undir hvað sem er, þau eru alveg búin að sýna það. Það voru stór skref tekin.“

Fögnuðu með vöfflukaffi

Magnea segir samstarfsfólk hennar virðast sömuleiðis nokkuð bjartsýnt eftir að samningar náðust.

„Við hentum nú í vöfflukaffi [á miðvikudaginn]. En þetta er alveg búið að taka á fólk. Það er búið að ganga í gegnum ýmsar hæðir og lægðir í tilfinningum hérna undanfarnar vikur. Mér finnst kannski ekki koma nógu mikið fram að leikskólakennarastéttin hefur aldrei, aldrei, farið í verkfall fyrr en þessar aðgerðir hófust í haust.“ 

Magnea bætir því við að henni þyki jákvætt hve mikil samstaða var hjá kennarastéttinni allri í baráttunni. „Það er svolítið magnað að öll félögin voru saman í þessu. Okkur hefur oft verið egnt upp á móti hvert öðru og það er ákveðinn flótti á milli skólastiga. Okkur þykir vænt um það sem kennarar að við höfum öll verið saman í þessu.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
6
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár