Ég er að reyna að lifa betra lífi

Patryk Lipa kom til Ís­lands í leit að betra lífi. Leit­in stend­ur enn yf­ir en allt er á réttri leið.

Ég er að reyna að lifa betra lífi
Að gera sitt besta Patryk Lipa er þakklátur fyrir heilsuna. „Ég get lært það sem ég vil, unnið við það sem ég vil og prófað allt sem mig langar að prófa.“ Mynd: Heimildin/Erla María

„Ég er að byggja upp Ísland. Akkúrat núna er ég að pæla í hversu hvasst verður á morgun, það hefur áhrif á það hvort ég geti unnið. Aðstæðurnar á vinnusvæðinu skipta máli. 

Pólland er heimalandið mitt en ég kom hingað í leit að betra lífi. Lífið er betra hér að vissu leyti, sumt er betra en það er líka sumt sem ég sakna. Loftið hér er gott og vatnið og rafmagnið er ódýrt. Og launin eru góð. En ég sakna hlýja sumarveðursins í Póllandi, skógarins og fjölskyldunnar. 

Ég bý með kærustunni minni hér en mamma er í Póllandi og pabbi býr í Tékklandi. Ég heimsótti hann í síðustu viku, við áttum mjög góðar stundir saman. Ég hef gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en að flytja til nýs lands, á nýjan stað, það hefur mótað mig. Ég hef búið á Íslandi í fjögur ár, áður bjó ég í Tékklandi í fimm ár. 

„Ég ætla að gera mitt besta“

Það er erfitt að svara því hvernig framtíðin verður. Ég er með plön sem ég er að reyna að fókusa á núna, ég ætla að gera mitt besta, og það mun hafa áhrif á það sem gerist næst. En ég veit ekki alveg hvernig þetta verður. Ég er þakklátur fyrir heilsuna mína, ég get gert það sem ég vil. Ég get lært það sem ég vil, unnið við það sem ég vil og prófað allt sem mig langar að prófa. Ég er að reyna að lifa betra lífi og vera hjálpsamur.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár