„Ég er að byggja upp Ísland. Akkúrat núna er ég að pæla í hversu hvasst verður á morgun, það hefur áhrif á það hvort ég geti unnið. Aðstæðurnar á vinnusvæðinu skipta máli.
Pólland er heimalandið mitt en ég kom hingað í leit að betra lífi. Lífið er betra hér að vissu leyti, sumt er betra en það er líka sumt sem ég sakna. Loftið hér er gott og vatnið og rafmagnið er ódýrt. Og launin eru góð. En ég sakna hlýja sumarveðursins í Póllandi, skógarins og fjölskyldunnar.
Ég bý með kærustunni minni hér en mamma er í Póllandi og pabbi býr í Tékklandi. Ég heimsótti hann í síðustu viku, við áttum mjög góðar stundir saman. Ég hef gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en að flytja til nýs lands, á nýjan stað, það hefur mótað mig. Ég hef búið á Íslandi í fjögur ár, áður bjó ég í Tékklandi í fimm ár.
„Ég ætla að gera mitt besta“
Það er erfitt að svara því hvernig framtíðin verður. Ég er með plön sem ég er að reyna að fókusa á núna, ég ætla að gera mitt besta, og það mun hafa áhrif á það sem gerist næst. En ég veit ekki alveg hvernig þetta verður. Ég er þakklátur fyrir heilsuna mína, ég get gert það sem ég vil. Ég get lært það sem ég vil, unnið við það sem ég vil og prófað allt sem mig langar að prófa. Ég er að reyna að lifa betra lífi og vera hjálpsamur.“
Athugasemdir