Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Ég er að reyna að lifa betra lífi

Patryk Lipa kom til Ís­lands í leit að betra lífi. Leit­in stend­ur enn yf­ir en allt er á réttri leið.

Ég er að reyna að lifa betra lífi
Að gera sitt besta Patryk Lipa er þakklátur fyrir heilsuna. „Ég get lært það sem ég vil, unnið við það sem ég vil og prófað allt sem mig langar að prófa.“ Mynd: Heimildin/Erla María

„Ég er að byggja upp Ísland. Akkúrat núna er ég að pæla í hversu hvasst verður á morgun, það hefur áhrif á það hvort ég geti unnið. Aðstæðurnar á vinnusvæðinu skipta máli. 

Pólland er heimalandið mitt en ég kom hingað í leit að betra lífi. Lífið er betra hér að vissu leyti, sumt er betra en það er líka sumt sem ég sakna. Loftið hér er gott og vatnið og rafmagnið er ódýrt. Og launin eru góð. En ég sakna hlýja sumarveðursins í Póllandi, skógarins og fjölskyldunnar. 

Ég bý með kærustunni minni hér en mamma er í Póllandi og pabbi býr í Tékklandi. Ég heimsótti hann í síðustu viku, við áttum mjög góðar stundir saman. Ég hef gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en að flytja til nýs lands, á nýjan stað, það hefur mótað mig. Ég hef búið á Íslandi í fjögur ár, áður bjó ég í Tékklandi í fimm ár. 

„Ég ætla að gera mitt besta“

Það er erfitt að svara því hvernig framtíðin verður. Ég er með plön sem ég er að reyna að fókusa á núna, ég ætla að gera mitt besta, og það mun hafa áhrif á það sem gerist næst. En ég veit ekki alveg hvernig þetta verður. Ég er þakklátur fyrir heilsuna mína, ég get gert það sem ég vil. Ég get lært það sem ég vil, unnið við það sem ég vil og prófað allt sem mig langar að prófa. Ég er að reyna að lifa betra lífi og vera hjálpsamur.“

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár