Diljá Mist vill varaformannsembættið

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir býð­ur sig fram til vara­for­mann­sembætt­is Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Jens Garð­ar Helga­son hef­ur einnig gef­ið kost á sér. Nýr formað­ur og nýr vara­formað­ur flokks­ins verða kjörn­ir á lands­fundi um helg­ina.

Diljá Mist vill varaformannsembættið
Jens Garðar og Diljá Mist, hér í aftari röð, sækjast bæði eftir því að verða næsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Golli

Diljá Mist Einarsdóttir sækist eftir því að verða næsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Nýr varaformaður verður kjörinn á landsfundi flokksins sem fram fer um helgina. Jens Garðar Helgason hefur einnig tilkynnt að hann sækist eftir embættinu. 

Diljá Mist tilkynnti í gær að hún myndi í kvöld, miðvikudag, halda fund með stuðningsfólki sínu í Grósku. Hún hefur um hríð verið orðuð við framboð til varaformanns Sjálfstæðisflokksins og þótti sú tilkynning gefa því byr undir báða vængi.

Á samfélagsmiðlum í dag tilkynnir hún um framboð sitt. 

„Heim­ur­inn er að breyt­ast hratt fyr­ir aug­um okk­ar og í því fel­ast bæði áskor­an­ir og mik­il tæki­færi. Grunn­gildi Sjálf­stæðis­flokks­ins, frelsi, sam­kennd og sköp­un­ar­kraft­ur hafa gert Ísland að því landi sem við elsk­um. Sjá­lfstæðis­flokk­ur­inn stend­ur á kross­göt­um. Við þurf­um að sjá til þess að þessi gildi haldi áfram – að skapa tæki­færi og sam­fé­lag þar sem all­ir geta blómstrað,“ segir Diljá í myndskeiði sem hún birtir bæði á Instagram og Facebook.

Núverandi varaformaður, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, mun ekki gefa kost á sér áfram. Á landsfundinum verður einnig kjörinn nýr formaður Sjálfstæðisflokksins en þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir eru báðar í framboði.

Diljá Mist heffur sinnt ýmsum verkefnum á vettvangi Sjálfstæðisflokksins frá 17 ára aldri. Hún hefur gegnt stöðu ritara og varaformanns Heimdallar, annars varaformanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, setið í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Grafarvogi, setið í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins og átti sæti í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar. Hún situr sem þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Diljá hefur sem þingmaður tekið sæti í efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd, auk þess að gegna embætti fjórða varaforseta Alþingis. Hún situr nú í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES, og þingmannanefnd Íslands og ESB.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Vonandi að Áslaug Arna og Diljá verði kjörnar. Þá fáum við að sjá hvar Davíð keypti ölið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.
Meirihlutaslitin
6
Aðsent

Guðný Maja Riba, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf og Skúli Helgason

Meiri­hluta­slit­in

Skipt­ar skoð­an­ir voru með­al ann­ars um hug­mynd­ir um fyr­ir­tækja­skóla og heim­greiðsl­ur til for­eldra, skrifa fjór­ir borg­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í að­sendri grein. Þau segja að mál flug­vall­ar­ins hafi ver­ið erf­ið­ara. „Fyr­ir­vara­laus og ein­hliða slit meiri­hluta­sam­starfs­ins“ hafi kom­ið þeim í opna skjöldu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár