Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Diljá Mist vill varaformannsembættið

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir býð­ur sig fram til vara­for­mann­sembætt­is Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Jens Garð­ar Helga­son hef­ur einnig gef­ið kost á sér. Nýr formað­ur og nýr vara­formað­ur flokks­ins verða kjörn­ir á lands­fundi um helg­ina.

Diljá Mist vill varaformannsembættið
Jens Garðar og Diljá Mist, hér í aftari röð, sækjast bæði eftir því að verða næsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Golli

Diljá Mist Einarsdóttir sækist eftir því að verða næsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Nýr varaformaður verður kjörinn á landsfundi flokksins sem fram fer um helgina. Jens Garðar Helgason hefur einnig tilkynnt að hann sækist eftir embættinu. 

Diljá Mist tilkynnti í gær að hún myndi í kvöld, miðvikudag, halda fund með stuðningsfólki sínu í Grósku. Hún hefur um hríð verið orðuð við framboð til varaformanns Sjálfstæðisflokksins og þótti sú tilkynning gefa því byr undir báða vængi.

Á samfélagsmiðlum í dag tilkynnir hún um framboð sitt. 

„Heim­ur­inn er að breyt­ast hratt fyr­ir aug­um okk­ar og í því fel­ast bæði áskor­an­ir og mik­il tæki­færi. Grunn­gildi Sjálf­stæðis­flokks­ins, frelsi, sam­kennd og sköp­un­ar­kraft­ur hafa gert Ísland að því landi sem við elsk­um. Sjá­lfstæðis­flokk­ur­inn stend­ur á kross­göt­um. Við þurf­um að sjá til þess að þessi gildi haldi áfram – að skapa tæki­færi og sam­fé­lag þar sem all­ir geta blómstrað,“ segir Diljá í myndskeiði sem hún birtir bæði á Instagram og Facebook.

Núverandi varaformaður, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, mun ekki gefa kost á sér áfram. Á landsfundinum verður einnig kjörinn nýr formaður Sjálfstæðisflokksins en þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir eru báðar í framboði.

Diljá Mist heffur sinnt ýmsum verkefnum á vettvangi Sjálfstæðisflokksins frá 17 ára aldri. Hún hefur gegnt stöðu ritara og varaformanns Heimdallar, annars varaformanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, setið í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Grafarvogi, setið í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins og átti sæti í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar. Hún situr sem þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Diljá hefur sem þingmaður tekið sæti í efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd, auk þess að gegna embætti fjórða varaforseta Alþingis. Hún situr nú í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES, og þingmannanefnd Íslands og ESB.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Vonandi að Áslaug Arna og Diljá verði kjörnar. Þá fáum við að sjá hvar Davíð keypti ölið.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár