Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Trump kallar Zelensky „einræðisherra“

Don­ald Trump enduróm­ar rúss­nesk­ar áróð­ur í skila­boð­um sín­um um for­seta Úkraínu og inn­rás Rússa.

Trump kallar Zelensky „einræðisherra“

Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kallar forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, „einræðisherra“.

Bandaríkin hafa veitt Úkraínu fjárstuðning og vopn frá upphafi allserjarinnrásar Rússa fyrir þremur árum, en Trump hefur, frá því hann tók við embætti, breytt stefnunni skyndilega og hafið beinar viðræður við fulltrúa Rússlands. Á sama tíma hrósar utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, Trump í hástert og kallar Zelensky „aumkunarverðan“. Nú bætir Trump um betur og herðir á fordæmingunni á forseta Úkraínu, sem þola hefur þurft stöðugar árásir í þrjú ár.

„Einræðisherra án kosninga, Zelensky ætti að hafa hraðar hendur, annars á hann ekki eftir að eiga neitt land eftir,“ skrifaði Trump á Truth Social vettvang sínum um Úkraínuforseta. Fimm ára kjörtímabil Zelenskys rann út í fyrra en ekki hafa verið haldnar kosningar vegna innrásar Rússa, þar sem úkraínsk lög gera ekki ráð fyrir kosningum í stríðsástandi. 

Á þriðjudag hélt Trump blaðamannafund þar sem hann gagnrýndi Zelensky, endurtók nokkrar af frásögnum Kremlar um átökin og kallaði eftir því að stríðinu lyki. Zelensky sakaði Trump um að gleypa við rússneskum „rangfærslum“, meðal annars fullyrðingum Trump um að Kænugarður bæri ábyrgð á því að hafa „hafið“ stríðið, og að hann drægi lögmæti Zelensky í efa. 

„Hann neitar að halda kosningar, nýtur lítillar fylgis í úkraínskum skoðanakönnunum og eina sem hann var góður í var að spila á (Joe) Biden eins og fiðlu,“ skrifaði Trump um Zelensky á Truth Social. 

„Í millitíðinni erum við að semja um að binda enda á stríðið við Rússland, eitthvað sem allir viðurkenna að aðeins 'TRUMP' og stjórn Trumps geti gert,“ bætti Trump við í færslunni. Leið hans í samningaviðræðum við Rússa hefur verið að fara fram hjá Evrópuþjóðum og Úkraínu, gefa eftir í upphafi kröfur Úkraínu um inngöngu í Nató og endurheimt hertekins landsvæðis og nú að fallast á söguþráð Rússa um að stríðið hafi verið Úkraínu og Nató að kenna.

Zelensky var kjörinn árið 2019 til fimm ára en hefur haldið völdum samkvæmt herlögum sem voru sett eftir innrás Rússlands. Vinsældir hans hafa dalað eitthvað, en samkvæmt Kyiv International Institute of Sociology (KIIS) hefur hlutfall Úkraínumanna sem treysta honum aldrei fallið undir 50 prósent síðan átökin hófust. Trump vitnaði til þess í gær að Zelensky hafi aðeins 4% stuðning í Úkraínu. Engin slík skoðanakönnun hefur litið dagsins ljós og er heimildin fyrir henni talin vera Rússar.

Þá vakti athygli í síðustu viku að Trump fór fram á að Úkraína veitti Bandaríkjunum aðgang að sjaldgæfum málmum á landi þeirra, en Zelensky neitaði að gangast við kröfunum.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Zelensky er augljóslega ekki einræðisherra því þá væri Trump að mæra hann í hástert ,hvað hann væri frábær leiðtogi og hvað þeir ættu einstaklega fallegt samband.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
2
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár