Trump kallar Zelensky „einræðisherra“

Don­ald Trump enduróm­ar rúss­nesk­ar áróð­ur í skila­boð­um sín­um um for­seta Úkraínu og inn­rás Rússa.

Trump kallar Zelensky „einræðisherra“

Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kallar forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, „einræðisherra“.

Bandaríkin hafa veitt Úkraínu fjárstuðning og vopn frá upphafi allserjarinnrásar Rússa fyrir þremur árum, en Trump hefur, frá því hann tók við embætti, breytt stefnunni skyndilega og hafið beinar viðræður við fulltrúa Rússlands. Á sama tíma hrósar utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, Trump í hástert og kallar Zelensky „aumkunarverðan“. Nú bætir Trump um betur og herðir á fordæmingunni á forseta Úkraínu, sem þola hefur þurft stöðugar árásir í þrjú ár.

„Einræðisherra án kosninga, Zelensky ætti að hafa hraðar hendur, annars á hann ekki eftir að eiga neitt land eftir,“ skrifaði Trump á Truth Social vettvang sínum um Úkraínuforseta. Fimm ára kjörtímabil Zelenskys rann út í fyrra en ekki hafa verið haldnar kosningar vegna innrásar Rússa, þar sem úkraínsk lög gera ekki ráð fyrir kosningum í stríðsástandi. 

Á þriðjudag hélt Trump blaðamannafund þar sem hann gagnrýndi Zelensky, endurtók nokkrar af frásögnum Kremlar um átökin og kallaði eftir því að stríðinu lyki. Zelensky sakaði Trump um að gleypa við rússneskum „rangfærslum“, meðal annars fullyrðingum Trump um að Kænugarður bæri ábyrgð á því að hafa „hafið“ stríðið, og að hann drægi lögmæti Zelensky í efa. 

„Hann neitar að halda kosningar, nýtur lítillar fylgis í úkraínskum skoðanakönnunum og eina sem hann var góður í var að spila á (Joe) Biden eins og fiðlu,“ skrifaði Trump um Zelensky á Truth Social. 

„Í millitíðinni erum við að semja um að binda enda á stríðið við Rússland, eitthvað sem allir viðurkenna að aðeins 'TRUMP' og stjórn Trumps geti gert,“ bætti Trump við í færslunni. Leið hans í samningaviðræðum við Rússa hefur verið að fara fram hjá Evrópuþjóðum og Úkraínu, gefa eftir í upphafi kröfur Úkraínu um inngöngu í Nató og endurheimt hertekins landsvæðis og nú að fallast á söguþráð Rússa um að stríðið hafi verið Úkraínu og Nató að kenna.

Zelensky var kjörinn árið 2019 til fimm ára en hefur haldið völdum samkvæmt herlögum sem voru sett eftir innrás Rússlands. Vinsældir hans hafa dalað eitthvað, en samkvæmt Kyiv International Institute of Sociology (KIIS) hefur hlutfall Úkraínumanna sem treysta honum aldrei fallið undir 50 prósent síðan átökin hófust. Trump vitnaði til þess í gær að Zelensky hafi aðeins 4% stuðning í Úkraínu. Engin slík skoðanakönnun hefur litið dagsins ljós og er heimildin fyrir henni talin vera Rússar.

Þá vakti athygli í síðustu viku að Trump fór fram á að Úkraína veitti Bandaríkjunum aðgang að sjaldgæfum málmum á landi þeirra, en Zelensky neitaði að gangast við kröfunum.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Zelensky er augljóslega ekki einræðisherra því þá væri Trump að mæra hann í hástert ,hvað hann væri frábær leiðtogi og hvað þeir ættu einstaklega fallegt samband.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Meirihlutaslitin
2
Aðsent

Guðný Maja Riba, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf og Skúli Helgason

Meiri­hluta­slit­in

Skipt­ar skoð­an­ir voru með­al ann­ars um hug­mynd­ir um fyr­ir­tækja­skóla og heim­greiðsl­ur til for­eldra, skrifa fjór­ir borg­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í að­sendri grein. Þau segja að mál flug­vall­ar­ins hafi ver­ið erf­ið­ara. „Fyr­ir­vara­laus og ein­hliða slit meiri­hluta­sam­starfs­ins“ hafi kom­ið þeim í opna skjöldu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
3
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár