Á 16. öld hafði Spánn verið auðugasta og voldugasta ríki heimsins eftir að hafa náð undir sig stærstum hluta bæði Mið- og Suður-Ameríku og heilmiklum svæðum bæði í Asíu og Afríku. Spánverjar höfðu hins vegar ekki hugmyndaflug né þrótt til að viðhalda þeirra stöðu og eftir að flestallar nýlendur þeirra í Ameríku tóku sér sjálfstæði á fyrri hluta 19. aldar var fátt um fína drætti í heimsveldi þeirra. Í Mið-Ameríku héldu þeir eftir Púertó Ríkó og Kúbu en í Asíu Filippseyjum og nokkrum smáeyjum.
Þegar leið á öldina varð óánægja Kúbverja með stjórn Spánar æ meiri. Spánverjar litu á Kúbu sem fjárplógsfyrirtæki fyrir sig enda stórgræddu þeir á sykurreyrs- og tóbaksframleiðslu á eyjunni. Fyrir utan fámenna spænska embættismanna- og yfirstétt vildu flestir Kúbverjar þó sitja sjálfir að arðinum af framleiðslunni. Árið 1868 var fyrst gerð uppreisn í landinu og tók það Spánverja tíu ár að bæla hana niður.
Aftur var …
Athugasemdir