Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Þingsetningin: „Ég er ekki einu sinni orðinn þingmaður“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í gær til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni. Þar voru fjór­ir við­stadd­ir sem í fyrra voru for­setafram­bjóð­end­ur; for­seti Ís­lands, tveir þing­menn og einn mót­mæl­andi.

Þingsetningin:  „Ég er ekki einu sinni orðinn þingmaður“
Ráðherrar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félagsmálaráðherra gengu hönd í hönd frá Alþingishúsinu þegar þing var sett í gær. Mynd: Golli

Klukkan er korter yfir eitt og í litlu herbergi á annarri hæð Alþingishússins situr maður í ljósbrúnum jakkafötum og er að skrolla í símanum. Þetta er fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson, verðandi þingmaður Samfylkingarinnar. 

Áherslan er á orðið verðandi, en það er einmitt vegna þess sem hann er staddur í þessu herbergi, í stað þess að standa í þvögu alþingismannanna sem hafa næstum allir safnast saman í anddyrinu á neðri hæðinni. Einn þingvörðurinn upplýsir mig um það að hann fái ekki að vera með í athöfninni vegna þessarar óljósu stöðu sinnar. „Hann er bara geymdur þarna,“ er mér sagt.

Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokksins, á nefnilega eftir að afsala sér þingsætinu sem hann hyggst ekki taka og eftirláta Sigmundi það. Hann, tjáir starfsfólk mér, vildi ekki taka þátt í þingsetningarathöfninni þrátt fyrir að eiga tæknilega séð þingsæti.

„Svo er það öðruvísi með ráðherrann vegna þess að hann er skipaður …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Viðar Eggertsson skrifaði
    Ábendingar til blaðamanns:

    1. Ásthildur Lóa Þórisdóttir gekk til og frá kirkju við hlið forsætisráðherra ekki sem ráðherra, heldur sem 1. varaforseti þingsins. Forseti þingsins, Birgir Ármannsson, er ekki lengur á þingi svo 1. varaforseti gegnir störfum hans þar til starfsaldursforseti, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tekur við og stjórnar kjöri á nýjum forseta þingsins, Þórunni Sveinbarnardóttur, í þingsal að lokinni athöfninni í Dómkirkjunni.

    2. Við þingsetningu var Jón Gunnarsson í sömu sporum og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Jón varð að bíða þess að Bjarni Benediktsson yrði leystur undan þingmennsku. Hvorki Bjarni Benediktsson né Þórður Snær Júlíusson voru við þingsetningu þó þeir væru kjörnir þingmenn.

    3. Athöfn Siðmenntar að þessu sinni fór fram í Tjarnarbíói fyrir athöfnina í Dómkirkjunni svo þingmenn gátu sótt báðar athafnirnar og nýttu sé það sumir og voru úr ýmsum flokkum.

    4. Eldur Smári er ekki oddviti Lýðræðisflokksins. Hann var oddviti þess flokks í NV kjördæmi í alþingiskosningunum 30. nóvember sl.
    2
  • RE
    Regína Eiríksdóttir skrifaði
    Mikið er þetta góð grein, þakka fyrir að lýsa ekki klæðnaði og merkjum sem þingmenn klæðast. Það minnir á 2007 HRUN … vonandi verður upprisa almennings með þessa stjórn. Þakka Viktori fyrir auðu stólanna áminningu um ad 10% kjósenda eiga enga fulltrúa á þingi, vonandi verða kosningalögin endurskoðuð.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
3
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár