Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Þingsetningin: „Ég er ekki einu sinni orðinn þingmaður“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í gær til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni. Þar voru fjór­ir við­stadd­ir sem í fyrra voru for­setafram­bjóð­end­ur; for­seti Ís­lands, tveir þing­menn og einn mót­mæl­andi.

Þingsetningin:  „Ég er ekki einu sinni orðinn þingmaður“
Ráðherrar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félagsmálaráðherra gengu hönd í hönd frá Alþingishúsinu þegar þing var sett í gær. Mynd: Golli

Klukkan er korter yfir eitt og í litlu herbergi á annarri hæð Alþingishússins situr maður í ljósbrúnum jakkafötum og er að skrolla í símanum. Þetta er fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson, verðandi þingmaður Samfylkingarinnar. 

Áherslan er á orðið verðandi, en það er einmitt vegna þess sem hann er staddur í þessu herbergi, í stað þess að standa í þvögu alþingismannanna sem hafa næstum allir safnast saman í anddyrinu á neðri hæðinni. Einn þingvörðurinn upplýsir mig um það að hann fái ekki að vera með í athöfninni vegna þessarar óljósu stöðu sinnar. „Hann er bara geymdur þarna,“ er mér sagt.

Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokksins, á nefnilega eftir að afsala sér þingsætinu sem hann hyggst ekki taka og eftirláta Sigmundi það. Hann, tjáir starfsfólk mér, vildi ekki taka þátt í þingsetningarathöfninni þrátt fyrir að eiga tæknilega séð þingsæti.

„Svo er það öðruvísi með ráðherrann vegna þess að hann er skipaður …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Viðar Eggertsson skrifaði
    Ábendingar til blaðamanns:

    1. Ásthildur Lóa Þórisdóttir gekk til og frá kirkju við hlið forsætisráðherra ekki sem ráðherra, heldur sem 1. varaforseti þingsins. Forseti þingsins, Birgir Ármannsson, er ekki lengur á þingi svo 1. varaforseti gegnir störfum hans þar til starfsaldursforseti, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tekur við og stjórnar kjöri á nýjum forseta þingsins, Þórunni Sveinbarnardóttur, í þingsal að lokinni athöfninni í Dómkirkjunni.

    2. Við þingsetningu var Jón Gunnarsson í sömu sporum og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Jón varð að bíða þess að Bjarni Benediktsson yrði leystur undan þingmennsku. Hvorki Bjarni Benediktsson né Þórður Snær Júlíusson voru við þingsetningu þó þeir væru kjörnir þingmenn.

    3. Athöfn Siðmenntar að þessu sinni fór fram í Tjarnarbíói fyrir athöfnina í Dómkirkjunni svo þingmenn gátu sótt báðar athafnirnar og nýttu sé það sumir og voru úr ýmsum flokkum.

    4. Eldur Smári er ekki oddviti Lýðræðisflokksins. Hann var oddviti þess flokks í NV kjördæmi í alþingiskosningunum 30. nóvember sl.
    2
  • RE
    Regína Eiríksdóttir skrifaði
    Mikið er þetta góð grein, þakka fyrir að lýsa ekki klæðnaði og merkjum sem þingmenn klæðast. Það minnir á 2007 HRUN … vonandi verður upprisa almennings með þessa stjórn. Þakka Viktori fyrir auðu stólanna áminningu um ad 10% kjósenda eiga enga fulltrúa á þingi, vonandi verða kosningalögin endurskoðuð.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár