Þingsetningin: „Ég er ekki einu sinni orðinn þingmaður“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í gær til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni. Þar voru fjór­ir við­stadd­ir sem í fyrra voru for­setafram­bjóð­end­ur; for­seti Ís­lands, tveir þing­menn og einn mót­mæl­andi.

Þingsetningin:  „Ég er ekki einu sinni orðinn þingmaður“
Ráðherrar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félagsmálaráðherra gengu hönd í hönd frá Alþingishúsinu þegar þing var sett í gær. Mynd: Golli

Klukkan er korter yfir eitt og í litlu herbergi á annarri hæð Alþingishússins situr maður í ljósbrúnum jakkafötum og er að skrolla í símanum. Þetta er fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson, verðandi þingmaður Samfylkingarinnar. 

Áherslan er á orðið verðandi, en það er einmitt vegna þess sem hann er staddur í þessu herbergi, í stað þess að standa í þvögu alþingismannanna sem hafa næstum allir safnast saman í anddyrinu á neðri hæðinni. Einn þingvörðurinn upplýsir mig um það að hann fái ekki að vera með í athöfninni vegna þessarar óljósu stöðu sinnar. „Hann er bara geymdur þarna,“ er mér sagt.

Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokksins, á nefnilega eftir að afsala sér þingsætinu sem hann hyggst ekki taka og eftirláta Sigmundi það. Hann, tjáir starfsfólk mér, vildi ekki taka þátt í þingsetningarathöfninni þrátt fyrir að eiga tæknilega séð þingsæti.

„Svo er það öðruvísi með ráðherrann vegna þess að hann er skipaður …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • RE
    Regína Eiríksdóttir skrifaði
    Mikið er þetta góð grein, þakka fyrir að lýsa ekki klæðnaði og merkjum sem þingmenn klæðast. Það minnir á 2007 HRUN … vonandi verður upprisa almennings með þessa stjórn. Þakka Viktori fyrir auðu stólanna áminningu um ad 10% kjósenda eiga enga fulltrúa á þingi, vonandi verða kosningalögin endurskoðuð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár