Klukkan er korter yfir eitt og í litlu herbergi á annarri hæð Alþingishússins situr maður í ljósbrúnum jakkafötum og er að skrolla í símanum. Þetta er fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson, verðandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Áherslan er á orðið verðandi, en það er einmitt vegna þess sem hann er staddur í þessu herbergi, í stað þess að standa í þvögu alþingismannanna sem hafa næstum allir safnast saman í anddyrinu á neðri hæðinni. Einn þingvörðurinn upplýsir mig um það að hann fái ekki að vera með í athöfninni vegna þessarar óljósu stöðu sinnar. „Hann er bara geymdur þarna,“ er mér sagt.
Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokksins, á nefnilega eftir að afsala sér þingsætinu sem hann hyggst ekki taka og eftirláta Sigmundi það. Hann, tjáir starfsfólk mér, vildi ekki taka þátt í þingsetningarathöfninni þrátt fyrir að eiga tæknilega séð þingsæti.

„Svo er það öðruvísi með ráðherrann vegna þess að hann er skipaður …
1. Ásthildur Lóa Þórisdóttir gekk til og frá kirkju við hlið forsætisráðherra ekki sem ráðherra, heldur sem 1. varaforseti þingsins. Forseti þingsins, Birgir Ármannsson, er ekki lengur á þingi svo 1. varaforseti gegnir störfum hans þar til starfsaldursforseti, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tekur við og stjórnar kjöri á nýjum forseta þingsins, Þórunni Sveinbarnardóttur, í þingsal að lokinni athöfninni í Dómkirkjunni.
2. Við þingsetningu var Jón Gunnarsson í sömu sporum og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Jón varð að bíða þess að Bjarni Benediktsson yrði leystur undan þingmennsku. Hvorki Bjarni Benediktsson né Þórður Snær Júlíusson voru við þingsetningu þó þeir væru kjörnir þingmenn.
3. Athöfn Siðmenntar að þessu sinni fór fram í Tjarnarbíói fyrir athöfnina í Dómkirkjunni svo þingmenn gátu sótt báðar athafnirnar og nýttu sé það sumir og voru úr ýmsum flokkum.
4. Eldur Smári er ekki oddviti Lýðræðisflokksins. Hann var oddviti þess flokks í NV kjördæmi í alþingiskosningunum 30. nóvember sl.