Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Orrustan um Hafnarfjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Orrustan um Hafnarfjörð
Arndís Kjartansdóttir fann sig fljótlega í sérkennilegum sporum, sem einn af forsvarsmönnum mótmælenda gegn niðurdælingu í jörðu. Mynd: Golli

Arndísi Kjartansdóttur var óvænt kastað í miðja umræðuna þegar hún gagnrýndi áform Carbfix í Hafnarfirði. Hún býr á Völlunum, en í næsta návígi hefur Carbfix áform um að dæla niður minnst þremur milljónum tonna af koldíoxíði. Fyrir vikið hefur hún staðið í ströngu, en hún hefur meðal annars verið sökuð um að vera illa upplýst um málið, að vera Trumpisti og vilja ekki bjarga heiminum.

Á sama tíma hefur hún, ásamt fleiri mótmælendum, varpað ljósi á eitt umdeildasta mál landsins þessa stundina og vakið spurninguna um hvort réttmætt sé að farga koltvísýringi sem fluttur er inn erlendis frá nærri íbúabyggð.

Arndís er ekki ein um að hafa áhyggjur. Oddviti VG í Hafnarfirði furðar sig á meðvitundarleysi borgarfulltrúa í Reykjavík og borgarbúa, en borgin er stærsti eigandi Carbfix og miklir fjármunir fara af almannafé í reksturinn. Orkuveita Reykjavíkur samþykkti nú í desember að hækka lánalínu Carbfix um fimm milljarða króna samkvæmt …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Carbfix-málið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár