Arndísi Kjartansdóttur var óvænt kastað í miðja umræðuna þegar hún gagnrýndi áform Carbfix í Hafnarfirði. Hún býr á Völlunum, en í næsta návígi hefur Carbfix áform um að dæla niður minnst þremur milljónum tonna af koldíoxíði. Fyrir vikið hefur hún staðið í ströngu, en hún hefur meðal annars verið sökuð um að vera illa upplýst um málið, að vera Trumpisti og vilja ekki bjarga heiminum.
Á sama tíma hefur hún, ásamt fleiri mótmælendum, varpað ljósi á eitt umdeildasta mál landsins þessa stundina og vakið spurninguna um hvort réttmætt sé að farga koltvísýringi sem fluttur er inn erlendis frá nærri íbúabyggð.
Arndís er ekki ein um að hafa áhyggjur. Oddviti VG í Hafnarfirði furðar sig á meðvitundarleysi borgarfulltrúa í Reykjavík og borgarbúa, en borgin er stærsti eigandi Carbfix og miklir fjármunir fara af almannafé í reksturinn. Orkuveita Reykjavíkur samþykkti nú í desember að hækka lánalínu Carbfix um fimm milljarða króna samkvæmt …
Athugasemdir