Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Andrés Ingi til Dýraverndunarsambandsins

Andrés Ingi Jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Pírata, hef­ur ver­ið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Dýra­vernd­un­ar­sam­bands Ís­lands. Við ráðn­ing­una var lit­ið til þess hvernig Andrés hef­ur sem þing­mað­ur beitt sér fyr­ir mann­rétt­ind­um, um­hverf­is­vernd og dýra­vel­ferð.

Andrés Ingi til Dýraverndunarsambandsins
Andrés Ingi Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands. Mynd: Davíð Þór

Andrés Ingi Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands (DÍS). Hann hefur þegar hafið störf. DÍS er óháð landssamtök sem beita sér fyrir bættri velferð dýra. Sambandið stendur vörð um lögvernd dýra og stuðlar að góðri lagasetningu og reglubundnu opinberu eftirliti til verndar dýrum. DÍS var stofnað þann 13. júlí 1914 og fagnaði því 110 árum á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu.

Andrés Ingi var þingmaður Pírata frá árinu 2021, þingmaður Vinstri grænna á árunum 2016-2019 og sat þess á milli sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi er með meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá háskólanum í Sussex.

Í tilkynningunni segir að sem þingmaður hefur Andrés Ingi beitt sér ötullega fyrir málefnum mannréttinda, umhverfisverndar og dýravelferðar sem stjórn DÍS horfði sérstaklega til við ráðningu hans sem framkvæmdastjóra sambandsins.

Framkvæmdastjóri DÍS ber ábyrgð á daglegum rekstri sambandsins, fjáröflun, stefnumótun í samstarfi við stjórn og kemur fyrir hönd DÍS í opinberri umræðu.

„Við bjóðum Andrés Inga hjartanlega velkominn og hlökkum til samstarfsins. Starf Dýraverndarsambandsins hefur verið að vaxa á undanförnum árum, vitund almennings er sífellt að aukast og verkefnum að fjölga, þannig að við sjáum mikil tækifæri í því að styrkja félagið á næstu misserum,“ er haft eftir Lindu Karen Gunnarsdóttur, formanni Dýraverndarsambands Íslands.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hrefna Sigurjónsdóttir skrifaði
    Frábærar fréttir. Ég sem fyrrverandi stjórnarmaður í DÍS fagna því að samtökin geti ráðið svona öflugan mann sem framkvæmdastjóra í fullt starf..
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár