Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ákvað að vera hún sjálf og græddi vinkonu

Daniela Yolanda Mel­ara Lara og María Rós Stein­þórs­dótt­ir heill­uð­ust af per­sónutöfr­um hvor annarr­ar í skap­andi sum­ar­starfi á Aust­ur­landi í sum­ar. María teikn­aði gælu­dýr Danielu og nú hitt­ast þær á Kat­takaffi­hús­inu.

Ákvað að vera hún sjálf og græddi vinkonu
Vinkonur Sköpunarkrafturinn var kveikjan að vinskap Danielu Yolanda Melara Lara og Maríu Rós Steinþórsdóttur. Þær eru miklir dýravinir og það er því vel við hæfi að hittast á Kattakaffihúsinu. Mynd: Heimildin

Daniela Yolanda Melara Lara og María Rós Steinþórsdóttir kynntust í skapandi sumarstarfi á Austurlandi í sumar. Á snjóþungum vetrardegi í janúar mæla þær sér mót á Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti. Þetta er síðasta kaffispjallið í bili þar sem Daniela er að flytja aftur austur, til Breiðdalsvíkur.

„Við vorum að teikna fyrir fólk í Fjarðabyggð. Ég hef ótrúlega mikinn áhuga á list og að teikna fyrir fólk. Ég hef teiknað gæludýr fyrir fólk. Kannski er það ástæðan fyrir því að við erum hér á Kattakaffihúsinu. Það er svo gaman að tala við fólk og sjá hvernig það upplifir gæludýrin sín,“ segir María, sem teiknaði gæludýrið hennar Danielu, veiðihundinn Max. Það voru gæludýrin sem sameinuðu þær. María á tvær kisur. „Eða mamma og pabbi eiga þær tæknilega séð,“ bendir hún á. 

DýravinurMaría Rós Steinþórsdóttir nýtur þess að teikna gæludýr fólks. „Það er svo gaman að tala við fólk og sjá hvernig það upplifir gæludýrin sín.“

„Max er mjög skemmtilegur hundur, hann er voðalega mikill orkubolti og það er smá vesen að hafa hann hérna fyrir sunnan, ég fékk hann í Covid þannig hann fær mikinn aðskilnaðarkvíða. Hann er ótrúlega skemmtilegur og fékk mig til að elska hliðar á mér sem ég hafði áður skammast yfir, að vera orkubolti og vera úti um allt,“ segir Daniela. 

MaxMaría teiknaði veiðihundinn Max fyrir Danielu vinkonu sína. Hann er orkubolti eins og sést.

Að vera í skapandi sumarstarfi hjálpaði Danielu að virkja skapandi hugsun. „Ég er að læra lögfræði, sem getur verið svolítið þungt, og var búin að vera að vinna hjá sýslumanni síðustu sumur og var þreytt þegar önnin byrjaði þannig að mig langaði að gera eitthvað annað. Það er líka mjög skemmtilegt að kynnast öðru fólki, þetta er mjög fjölbreyttur hópur. Ég er enn þá í lögfræðinni, á bara mastersritgerðina eftir. Ég ætla að skrifa um útlendingamál.“

Listsköpun og lögfræðiAð vera í skapandi sumarstarfi hjálpaði Danielu að virkja skapandi hugsun. „Ég er að læra lögfræði, sem getur verið svolítið þungt.“

Daniela heillaðist af listsköpun Maríu sem varð kveikjan að þeirra vináttu. „Ég tengdi við listina sem hún var að gera, ótrúlega flott. Á meðan ég er meira „emo“ er hennar allt öðruvísi en svo áhugaverð.“   

„Það er áskorun að eignast vini þegar þú ert komin yfir tvítugt,“ segir María og Daniela tekur undir. „Ég var í kafla í lífinu þar sem ég var alveg hætt að þykjast vera einhver sem ég er ekki. Ég var byrjuð að vera ég sjálf og hafði þá loksins styrkinn til að taka á móti því ef einhver var ekki að samþykkja mig eins og ég er. Það hvatti mig til að vera vinkona þín af því að þú varst einstök og ekki hrædd við að vera öðruvísi.“ 

Þær horfast í augu og brosa. 

„Ég er mjög svipuð gagnvart þér, þú ert svo opin með alls konar. Það er ógeðslega flott,“ segir María. 

Þær kveðjast og vita ekki alveg hvenær þær munu sjást næst. En þær verða í sambandi.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár