Mjög hefur verið deilt um hvenær menn komu fyrst til Norður-Ameríku en líklega var það fyrir 15–20 þúsund árum. Sumir telja reyndar að það hafi verið töluvert fyrr. Altént komu hinir fyrstu Ameríkanar yfir Beringssund og héldu langflestir suður á bóginn. Ekki virðast þeir hafa freistast til að setjast að í nyrstu héruðum Kanada enda var ísöldin þá enn í gangi.
Fyrir um það bil sjö til átta þúsund árum mætti hins vegar nýtt fólk yfir Beringssundið og hafði búið í norðurhluta Austur-Síberíu líklega í þúsundir ára. Þetta fólk kunni að lifa og veiða sér til matar við íshafið og ferðaðist sífellt lengra í austur uns það var komið til Grænlands fyrir um 4.500 árum.
Fyrstu íbúar Grænlands deyja út
Þangað komið hefur þetta fólk verið kallað Saqqaq eftir stað á vesturhluta Grænlands þar sem fundust líkamsleifar og veiðigræjur úr steini, beini og viði. DNA-rannsóknir á manni af Saqqaq-fólkinu hafa …
Athugasemdir (1)