Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Tvær Kóreur: Yfirmaður herafla Bandaríkjanna krafðist þess að fá að varpa 34 atómsprengjum

Eft­ir mikl­ar svipt­ing­ar á fyrstu mán­uð­um Kór­eu­stríðs­ins 1950 setti Douglas MacArth­ur yf­ir­mað­ur herja Banda­ríkj­anna fram ógn­væn­leg­ar kröf­ur

Tvær Kóreur: Yfirmaður herafla Bandaríkjanna krafðist þess að fá að varpa 34 atómsprengjum
Þessi sjón hefði víða blasað við á vígvöllunum í Kóreu 1950-1951 ef MacArthur hefði fengið að ráða. Raunar er myndin tekin í Nevada-eyðimörkinni af kjarnorkutilraun í Bandaríkjunum 1951.

Snemma í nóvember 1950 horfði vægast sagt hræðilega fyrir Kim Il-sung, leiðtoga kommúnistaríkisins Norður-Kóreu. Í júní hafði hann hafið innrás í Suður-Kóreu og virtist í byrjun september í þann veginn að ná öllu landinu undir sig og þar með sameina Kóreuskaga undir sinni kommúnistastjórn.

En þá höfðu Bandaríkjamenn, verndarar Suður-Kóreuríkisins, snúið vörn hressilega í sókn og jafn skjótt og Norður-Kóreumenn höfðu sótt suður skagann þurftu þeir nú að hörfa norður aftur og nú var svo komið að algjör ósigur blasti við hersveitum Kims.

Um upphaf Kóreuríkjanna skrifaði ég á dögunum þessa grein hér.

Og svo má lesa um fyrstu mánuði Kóreustríðsins hér.

Hersveitir Bandaríkjamanna, sem börðust raunar undir fána Sameinuðu þjóðanna, voru í nóvember komnar upp í fjöllin í norðanverðri Norður-Kóreu og áttu skammt eftir að landamærum Kína.

Kim Il-sung grátbað bæði Stalín leiðtoga Sovétríkjanna og Maó Zedong í Kína um beina hernaðaraðstoð.

Hermenn.

Sovéskir flugmenn

En Stalín sendi þá á laun flugmenn sem flugu hinum öflugu sovésku orrustuþotum MiG-15, sem afhentar voru Kim, en þeir gengu til leiks klæddir norður-kóreskum einkennisbúningum og var bannað að tala rússnesku í talstöðvarsamskiptum.

Kóreustríðið var fyrsta styrjöldin þar sem orrustuþotur áttust við.Þetta er hin sovéska MiG-15.

Annan þátt vildi Stalín ekki eiga í sjálfum stríðsrekstrinum.

Það hentaði honum ágætlega að Bandaríkin ættu í erfiðu og umdeildu stríði í Kóreu en hann langaði ekki vitund til að lenda hugsanlega sjálfur í allsherjar stríði við Bandaríkin.

Þó ekki væri annað, þá átti Stalín þá í fórum sínum 5-6 kjarnorkusprengjur en Bandaríkjamenn 369. Það yrði ójafn leikur ef átök stórveldanna í Kóreu þróuðust yfir í allsherjar kjarnorkustríð.

Maó formanni í Kína var hins vegar vandi á höndum. Hann gat ekki hugsað sér að missa bandamann sinn Kim Il-sung en hann vildi heldur ekki lenda í allsherjar og opinberu stríði við Bandaríkin.

Þá var enn rúmur áratugur þangað til Kínverjar smíðuðu sína fyrstu kjarnorkusprengju.

Kínverskir „sjálfboðaliðar“ halda í stríð

Lausn Maós var sú að senda hermenn yfir Yalu-fljótið á landamærum Kína og Norður-Kóreu og skyldu þeir vissulega þátt í vörninni gegn hersveitum Bandaríkjanna. Þeir voru hins vegar kallaðir „sjálfboðaliðar“ er hefði runnið blóðið til skyldunnar að hjálpa sínum kommúnísku baráttubræðrum í Norður-Kóreu er öfl auðvalds og heimsvaldastefnu sýndust þess albúin að þjarma að þeim

Strax í nóvember 1950 voru því skyndilega mættir 250 þúsund kínverskir „sjálfboðaliðar“ á skriðdrekum til Norður-Kóreu og tóku hraustlega á móti sókn Bandaríkjanna/Sameinuðu þjóðanna.

Þegar leið að áramótum voru kínversku „sjálfboðaliðarnir“ orðnir hálf milljón eða meira.

Auðvitað blekkti það í rauninni engan að kalla þennan fjölmenna her „sjálfboðaliða“. Allir vissu að þetta voru bara ósköp venjulegir kínverskir hermenn sem lutu stjórn kínverskra hershöfðingja.

Bandaríkin langaði hins vegar ekki að lenda í stórstyrjöld við Kína og létu því duga að svara gagnsókn „sjálfboðaliðanna“ á vígvellinum í Kóreu en færa stríðið ekki í aukana.

Hroðaleg áætlun MacArthurs

En um það voru reyndar verulega skiptar skoðanir meðal æðstu manna í Bandaríkjunum, sérstaklega eftir að herlið þeirra tók að fara hinar mestu hrakfarir gegn kínversku „sjálfboðaliðunum“.

Svo fór nefnilega að Bandaríkjamenn urðu nú að hrökkva hratt til baka undan þeim gríðarlega mannfjölda sem Maó sendi inn í Norður-Kóreu. Þegar leið að áramótum 1950-1951 voru kínversku hersveitirnar búnar að reka hersveitir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra út úr nálega allri Norður-Kóreu aftur.

Harry Truman og Douglas MacArthur.

Og þá krafðist yfirforingi herliðs Bandaríkjanna, Douglas MacArthur, þess að fá að grípa til kjarnorkuvopna.

Og það ekki í smáum stíl.

MacArthur lagði fyrir Harry Truman forseta Bandaríkjanna áætlun sem fól í sér að varpa hvorki fleiri né færri en 34 atómsprengjum á norður-kóreskar og kínverskar borgir við landamærin. Sprengja skyldi upp hersveitir, birgðaleiðir, hafnir og herstöðvar.

Kóreustríðið var líka fyrsta stríðið þar sem þyrlur komu verulega við sögu.Þær voru bæði notaðar mjög til birgða- og mannflutninga en einnig til að flytja særða burt af vígvellinum eins og þessi bandaríska þyrla.

Þá skyldi skapa svokallað „geislunarbelti“ við landamæri Kína og Norður-Kóreu, með því að sprengja þar röð af Hírósjíma-sprengjum svo stór svæði væru menguð af geislun. Þá myndi Maó — sem annars var óspar á mannafla sinn — ekki dirfast að senda dáta sína yfir það belti.

Nú er Harry Truman Bandaríkjaforseti afar umdeildur maður og ekki síst fyrir að hafa fyrirskipað kjarnorkuárásirnar á Hírósjíma og Nagasakí.

Truman hafði lært sína lexíu

Hins vegar má segja að með því hafi Truman lært sína lexíu og í hans huga kom aldrei til mála að nota kjarnorkusprengjur framar, nema mögulega í ýtrustu neyð ef Bandaríkin sjálf væru í hættu.

Hann hafnaði því algerlega kröfum MacArthurs um að grípa til kjarnorkuvopna.

Gilti þá einu þótt sókn Kínverja héldi áfram þangað til hún varð loks stöðvuð með hefðbundnum vopnum í byrjun árs 1951, reyndar mjög í grennd við þann 38. breiddarbaug sem upphaflega hafði skilið Norður- og Suður-Kóreu að.

Vitanlega voru ýmsar „strategískar“ ástæður fyrir því að Truman hafnaði algjörlega kröfu MacArthurs um beitingu atómvopna. Hann óttaðist að Stalín kynni að svara með stríðsyfirlýsingu og hinir miklar aragrúar hans af skriðdrekum í Evrópu færu af stað.

Það er þó engum blöðum um það að fletta að Truman vildi þegar þarna var komið einfaldlega alls ekki beita kjarnorkuvopnum vegna reynslunnar frá Japan.

MacArthur rekinn!

Truman gekk lengra, því hann rak MacArthur úr embætti yfirmanns herafla Bandaríkjanna í Kóreu í apríl 1951 þótt með því kallaði hann yfir sig miklar óvinsældir meðal almennings, sem hafði látið sér vel líka hve glæsilegt hörkutól MacArthur virtist vera.

Uppsögn MacArthurs vakti mikla athygli og úlfúð í Bandaríkjunum og töldu Repúblikanar hana mjög til marks um að Truman væri ekki með nógu mikið bein í nefinu til að eiga við „rauðu hættuna“ en hann sat við sinn keip.

Eftir þetta breyttist víglínan í Kóreu nánast ekkert í rúm tvö ár, þótt iðulega væri barist af hörku.

Þegar leið að forsetakosningum í Bandaríkjunum 1952 hefði Truman getað boðið sig fram að nýju fyrir Demókrata. Hann hafði að vísu setið óslitið frá 1945 og nú var búið að setja formlegar reglur um að forsetar mættu aðeins sitja tvö kjörtímabil.

En þar eð Truman hafði setið fyrra tímabil sitt, 1945-1949, eftir að hafa tekið við sem varaforseti Franklins Roosevelts, þá átti hann í raun eitt tímabil inni.

Óvinsældir hans voru hins vegar slíkar að hann gaf framboð 1952 upp á bátinn.

Vopnahlé samið

Ein helsta ástæðan fyrir óvinsældum Trumans var einmitt sú að hann þótti ekki hafa sýnt kommúnistum næga hörku í Kóreustríðinu. Bandarískur almenningur var orðinn þreyttur á stríðinu og vildi að ráðamenn tækju á sig rögg og lykju því, nánast með hvaða ráðum sem var.

Frambjóðandi Repúblikana, Dwight Eisenhower hershöfðingi, gaf ólíkt Demókrötum óhikað til kynna að hann gæti vel hugsað sér að beita kjarnorkuvopnum í Kóreu ef „á þyrfti að halda“.

Eisenhower vann öruggan sigur í forsetakosningunum en svo var samið um vopnahlé og óbreytt ástand á Kóreuskaganum í júlí 1953.

Ekki voru hins vegar gerðir raunverulegir friðarsamningar og hafa ekki verið gerðir enn.

Syngman Rhee forseti Suður-Kóreu var sáróánægður og heimtaði af Eisenhower að stríðinu yrði haldið áfram þar til sigur ynnist og hann gæti ríkt yfir öllum Kóreuskaga, en ekki var á hann hlustað.

Kim Il-sung mátti hins vegar kallast góður að hafa sloppið frá feigðarflani sínu í júní 1950 með völd sín í norðrinu óskert.

Það feigðarflan hafði kostað að minnsta kosti þrjár milljónir mannslífa.

En saga Kóreuríkjanna tveggja var rétt að hefjast og um það má lesa hér.

„Og loks var eins og ekkert hefði gerst“ — nema þrjár milljónir manna höfðu dáið.Kóreuskaginn við upphaf innrásar Norður-Kóreu í suðurátt í júní 1950 og staðan þegar samið var vopnahlé í júlí 1953.

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár