Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Inga Sæland og Kristrún ræddu nýja ríkisstjórn í beinni

Með stór­an kosn­inga­sig­ur í sjón­máli brást Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, vel við hug­mynd um rík­is­stjórn með Sam­fylk­ing­unni og Við­reisn.

Inga Sæland og Kristrún ræddu nýja ríkisstjórn í beinni
Kosningasjónvarp RÚV Hlýtt var á milli Kristrúnar og Ingu í leiðtogaumræðum á RÚV. Mynd: Golli

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók jákvætt í hugmynd um ríkisstjórn með Samfylkingunni í beinni útsendingu í kosningasjónvarpi RÚV í nótt. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem vinnur stórsigur í kosningunum, lýsti efasemdum um ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. 

Samkvæmt talningu um miðja nótt var Samfylkingin að bæta við sig 10 þingmönnum, Viðreisn 6 og Flokkur fólkisns 4 þingsætum.

„Langar okkur í ríkisstjórn?“ svaraði Inga Sæland spurningu þáttarstjórnanda Ríkissjónvarpsins. „Þetta var furðuleg spurning. Við erum í stjórnmálum einmitt til þess að hafa áhrif. Við erum í stjórnmálum til að gera gagn. Ég stofnaði flokk fólksins á eldhúsgólfinu heima hér fyrir átta árum síðan,“ sagði hún. Spurð um óskasamstarfsflokk svaraði Inga: „Ég elska alla flokka. Mér finnst við öll frábær.“

„Ég er jafnaðarkona“

Síðar var Inga spurð út hvort hún gæti hugsað sér að sitja í ríkisstjórn með Samfylkingu og Viðreisn, sem hefði miðað við stöðuna 37 þingmenn af 63 á Alþingi.

„Bara svo það sé sagt þá var ég einu sinni Kratakona og ég er jafnaðarkona,“ sagði Inga. „Og þó að það sé nú ekki allt saman sameiginlegt hjá okkur og ástæða þess að ég stofnaði nýjan stjórnmálaflokk að mér þótti á sínum tíma, eftir efnahagshrunið, að Samfylkingin hafi í raun svikið okkur. Alveg, eins og við segjum á góðri íslensku: „Big time“. Það breytir ekki þeirri staðreynd að núna, þá er ég að sjá það að eftir að Kristrún tekur við forystu Samfylkingar að þá er hún að færast meira inn á þá línu, sem ég hef verið að leggja með Flokki fólksins, um jöfnuð, velferð og að koma til móts við þá sem höllustum fæti standa í samfélaginu, þannig að ef það er réttur skilningur minn, þá hljótum við að standa frekar nálægt hvað það varðar og ég get ekki betur heyrt heldur á öllu orðfæri á Alþingi Íslendinga síðustu tvo veturnar að þau séu nú hreinlega að reyna að fara í okkar skó. Þannig að það lítur vel út í mínum huga.

BaksviðsÞorgerður Katrín og Kristrún sögðust báðar vilja mynda samhenta ríkisstjórn sem væri á miðjunni.

Þorgerður þögul

Þegar þáttarstjórnandi Ríkisútvarpsins, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, bað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Kristrúnu Frostadóttur, um viðbrögð við orðum Ingu, þagði Þorgerður, en Kristrún svaraði og hló: „Við erum ekkert að fara að mynda hérna ríkisstjórn í beinni útsendingu.“

„Þið sjáið hvað er að gerast,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Þið heyrið það bara: Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins.“

Sjálfur varaði Sigmundur Davíð við því að slík ríkisstjórn yrði Evrópusambandsstjórn. Þá tók hann fyrr í umræðunum í höndina á Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, upp á baráttu beggja gegn aðild að Evrópusambandinu. Inga Sæland svaraði hins vegar spurningu Sigmundar Davíðs um afstöðu hennar til ESB í nýrri CFS ríkisstjórn: „Við höfum nú alltaf sagt það að það er bara þjóðarinnar að taka ákvörðun um það. Ekki Ingu Sæland.“

Leggja áherslu á samstíga stjórn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir svaraði því til að „nóttin væri ung“ en lagði ekki mat á ríkisstjórn með Samfylkingu og Flokki fólksins. Hún lagði almennt áherslu á samhenta ríkisstjórn í orðum sínum á kosninganótt. Spurð hvort hún vildi verða forsætisráðherra neitaði hún því að hún legði áherslu á það, heldur skipti öllu að stjórn yrði samstíga. „Ég er orðin það gömul í þessum bransa að ég nenni ekki hinu. Ég kem úr íþróttum og það skiptir máli að vera með sterka liðsheild og samhenta liðsheild.“

Möguleiki á „borgaralegri“ stjórn var hins vegar enn til staðar, með 33 þingmenn í hugsanlegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.

Inga lýsir áhugaFormaður Flokks fólksins lýsti áhuga á ríkisstjórn með Viðreisn og Samfylkingu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir úr Viðreisn þagði en Kristrún Frostadóttir hló að ágengum spurningum þáttarstjórnenda og hrósaði Ingu.

Kristrún lýsti í umræðunum efasemdum um hugmynd um ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum.

„Ég held að það þurfi ýmislegt að breytast í Sjálfstæðisflokknum í stjórnarmyndunarviðræðum ef svo á að fara.“ Hún varaði við ríkisstjórn „með alltof breitt litróf“. „Við verðum að fá samstíga ríkisstjórn og það verður lykilatriði ef við förum í stjórnarmyndunarviðræður,“ sagði Kristrún.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Inga, þú ert vonarstjarnan.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Til hamingju Inga Sæland og Kristrún! Þorgerður verður til trafala enda stefnulaus með öllu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár