Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Inga Sæland og Kristrún ræddu nýja ríkisstjórn í beinni

Með stór­an kosn­inga­sig­ur í sjón­máli brást Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, vel við hug­mynd um rík­is­stjórn með Sam­fylk­ing­unni og Við­reisn.

Inga Sæland og Kristrún ræddu nýja ríkisstjórn í beinni
Kosningasjónvarp RÚV Hlýtt var á milli Kristrúnar og Ingu í leiðtogaumræðum á RÚV. Mynd: Golli

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók jákvætt í hugmynd um ríkisstjórn með Samfylkingunni í beinni útsendingu í kosningasjónvarpi RÚV í nótt. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem vinnur stórsigur í kosningunum, lýsti efasemdum um ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. 

Samkvæmt talningu um miðja nótt var Samfylkingin að bæta við sig 10 þingmönnum, Viðreisn 6 og Flokkur fólkisns 4 þingsætum.

„Langar okkur í ríkisstjórn?“ svaraði Inga Sæland spurningu þáttarstjórnanda Ríkissjónvarpsins. „Þetta var furðuleg spurning. Við erum í stjórnmálum einmitt til þess að hafa áhrif. Við erum í stjórnmálum til að gera gagn. Ég stofnaði flokk fólksins á eldhúsgólfinu heima hér fyrir átta árum síðan,“ sagði hún. Spurð um óskasamstarfsflokk svaraði Inga: „Ég elska alla flokka. Mér finnst við öll frábær.“

„Ég er jafnaðarkona“

Síðar var Inga spurð út hvort hún gæti hugsað sér að sitja í ríkisstjórn með Samfylkingu og Viðreisn, sem hefði miðað við stöðuna 37 þingmenn af 63 á Alþingi.

„Bara svo það sé sagt þá var ég einu sinni Kratakona og ég er jafnaðarkona,“ sagði Inga. „Og þó að það sé nú ekki allt saman sameiginlegt hjá okkur og ástæða þess að ég stofnaði nýjan stjórnmálaflokk að mér þótti á sínum tíma, eftir efnahagshrunið, að Samfylkingin hafi í raun svikið okkur. Alveg, eins og við segjum á góðri íslensku: „Big time“. Það breytir ekki þeirri staðreynd að núna, þá er ég að sjá það að eftir að Kristrún tekur við forystu Samfylkingar að þá er hún að færast meira inn á þá línu, sem ég hef verið að leggja með Flokki fólksins, um jöfnuð, velferð og að koma til móts við þá sem höllustum fæti standa í samfélaginu, þannig að ef það er réttur skilningur minn, þá hljótum við að standa frekar nálægt hvað það varðar og ég get ekki betur heyrt heldur á öllu orðfæri á Alþingi Íslendinga síðustu tvo veturnar að þau séu nú hreinlega að reyna að fara í okkar skó. Þannig að það lítur vel út í mínum huga.

BaksviðsÞorgerður Katrín og Kristrún sögðust báðar vilja mynda samhenta ríkisstjórn sem væri á miðjunni.

Þorgerður þögul

Þegar þáttarstjórnandi Ríkisútvarpsins, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, bað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Kristrúnu Frostadóttur, um viðbrögð við orðum Ingu, þagði Þorgerður, en Kristrún svaraði og hló: „Við erum ekkert að fara að mynda hérna ríkisstjórn í beinni útsendingu.“

„Þið sjáið hvað er að gerast,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Þið heyrið það bara: Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins.“

Sjálfur varaði Sigmundur Davíð við því að slík ríkisstjórn yrði Evrópusambandsstjórn. Þá tók hann fyrr í umræðunum í höndina á Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, upp á baráttu beggja gegn aðild að Evrópusambandinu. Inga Sæland svaraði hins vegar spurningu Sigmundar Davíðs um afstöðu hennar til ESB í nýrri CFS ríkisstjórn: „Við höfum nú alltaf sagt það að það er bara þjóðarinnar að taka ákvörðun um það. Ekki Ingu Sæland.“

Leggja áherslu á samstíga stjórn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir svaraði því til að „nóttin væri ung“ en lagði ekki mat á ríkisstjórn með Samfylkingu og Flokki fólksins. Hún lagði almennt áherslu á samhenta ríkisstjórn í orðum sínum á kosninganótt. Spurð hvort hún vildi verða forsætisráðherra neitaði hún því að hún legði áherslu á það, heldur skipti öllu að stjórn yrði samstíga. „Ég er orðin það gömul í þessum bransa að ég nenni ekki hinu. Ég kem úr íþróttum og það skiptir máli að vera með sterka liðsheild og samhenta liðsheild.“

Möguleiki á „borgaralegri“ stjórn var hins vegar enn til staðar, með 33 þingmenn í hugsanlegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.

Inga lýsir áhugaFormaður Flokks fólksins lýsti áhuga á ríkisstjórn með Viðreisn og Samfylkingu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir úr Viðreisn þagði en Kristrún Frostadóttir hló að ágengum spurningum þáttarstjórnenda og hrósaði Ingu.

Kristrún lýsti í umræðunum efasemdum um hugmynd um ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum.

„Ég held að það þurfi ýmislegt að breytast í Sjálfstæðisflokknum í stjórnarmyndunarviðræðum ef svo á að fara.“ Hún varaði við ríkisstjórn „með alltof breitt litróf“. „Við verðum að fá samstíga ríkisstjórn og það verður lykilatriði ef við förum í stjórnarmyndunarviðræður,“ sagði Kristrún.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Inga, þú ert vonarstjarnan.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Til hamingju Inga Sæland og Kristrún! Þorgerður verður til trafala enda stefnulaus með öllu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár