Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.

Þeim er hótað líkamlegu ofbeldi. Þær verða fyrir kynferðislegu áreiti. Það er káfað á þeim. Þær fá alvarlegar hótanir sem beinast gegn fjölskyldu þeirra og börnum og það er hrækt á þær. Þetta er veruleiki sem kvenkyns starfsfólk bráðamóttökunnar hefur upplifað í vinnu sinni. Þær segja karlkyns starfsmenn standa þétt við bakið á þeim þegar svona tilvik koma upp. Stjórnendur bráðamóttökunnar segjast taka öll ofbeldismál alvarlega og yfirlæknirinn segir að þótt starfsfólkið sé alltaf í liði með sjúklingum þá sé  ofbeldi aldrei liðið og sjúklingar sem beiti ofbeldi eða hótunum sé umsvifalaust vísað frá deildinni og fái ekki þjónustu. 

„Hann allt í einu tók mig hálstaki og hélt mér uppi við vegg“
Stella, hjúkrunarfræðingur

Fyrir tveimur árum var Stella hjúkrunarfræðingur ólétt og var á vakt á biðstofunni. Hún var að forgangsflokka sjúklinga inn á deildina. Hún var inni á básnum, kallaður triage, þar sem hjúkrunarfræðingarnir ræða við sjúklingana og hún …

Kjósa
47
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Þetta er ólíðandi og sé ekki betur en að ráða þurfi öryggisverði sem eru til taks öllum stundum.
    2
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Mesta furða að konur fáist til starfa við þessar aðstæður. Það þarf að ráða öryggisverði, hafi það ekki þegar verið gert.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Mæðgur á vaktinni
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.
Bráðafjölskylda á vaktinni
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.
Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.
Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár