Þeim er hótað líkamlegu ofbeldi. Þær verða fyrir kynferðislegu áreiti. Það er káfað á þeim. Þær fá alvarlegar hótanir sem beinast gegn fjölskyldu þeirra og börnum og það er hrækt á þær. Þetta er veruleiki sem kvenkyns starfsfólk bráðamóttökunnar hefur upplifað í vinnu sinni. Þær segja karlkyns starfsmenn standa þétt við bakið á þeim þegar svona tilvik koma upp. Stjórnendur bráðamóttökunnar segjast taka öll ofbeldismál alvarlega og yfirlæknirinn segir að þótt starfsfólkið sé alltaf í liði með sjúklingum þá sé ofbeldi aldrei liðið og sjúklingar sem beiti ofbeldi eða hótunum sé umsvifalaust vísað frá deildinni og fái ekki þjónustu.
„Hann allt í einu tók mig hálstaki og hélt mér uppi við vegg“
Fyrir tveimur árum var Stella hjúkrunarfræðingur ólétt og var á vakt á biðstofunni. Hún var að forgangsflokka sjúklinga inn á deildina. Hún var inni á básnum, kallaður triage, þar sem hjúkrunarfræðingarnir ræða við sjúklingana og hún …
Athugasemdir (2)