Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Brjáluðu bræðurnir á keisarastóli: Hvað er satt í mynd Ridley Scotts, Gladiator II?

Þeg­ar fað­ir Caracalla og Geta lá á dán­ar­beði gaf hann son­um sín­um eina ráð­legg­ingu: „Ver­ið vin­ir, mút­ið her­mönn­un­um, fyr­ir­lít­ið alla aðra.“

Brjáluðu bræðurnir á keisarastóli: Hvað er satt í mynd Ridley Scotts, Gladiator II?
Geta og Caracalla höfðu fylgt föður sínum á stöðgum herferðum hans. Þeir höfðu tekið þátt í orrustum, þolað langar hergöngur, sofið mánuðum saman í tjöldum við erfiðar aðstæður og kúkað á víðavangi. Þeir voru alls ekki þau snjáldurslegu himpigimpi sem birtast í mynd Ridley Scotts.

Ein af vinsælustu bíómyndum ársins 2000 var Gladiator sem Ridley Scott leikstýrði en Russell Crowe lék aðalhlutverk. Sú mynd gerist við lok annarrar aldar ET og fjallar um atburði sem gerast í Rómaveldi á keisaratíð Commodusar. Hann var hálfgalinn og hafði meiri áhuga á að berjast opinberlega sem skylmingaþræll heldur en stýra ríkinu.

Það var vissulega staðreynd þótt leikstjórinn Scott fari að öðru leyti mjög frjálslega með sagnfræðina í mynd sinn.

Nú er verið að sýna framhaldsmynd sem gerist sextán árum síðar. Aftur er Ridley Scott við stjórnvölinn og aftur styðst hann við raunverulega keisara sem stýrðu Róm en breytir eiginlega öllu öðru.

Geta og Caracalla heita þeir og eru í myndinni mjög ófagur fénaður.

Og það voru þeir vissulega. En á allt, allt annan hátt en í mynd Scotts.

Geta og Caracalla í mynd Scotts.Bræðurnir eru leiknir af Joseph Quinn og Fred Hechinger.

Myndin Gladiator II hefur fengið mjög misjafna dóma og verður ekki farið út í það hér, heldur einungis fjallað um bræðurna í hásætinu.

Þegar hinn raunverulegi Commodus var myrtur af fólki í hans eigin hirð á síðasta degi ársins 192 ET (en sem sé ekki drepinn af Russell Crowe eins og í myndinni Gladiator) þá var herforinginn Pertinax lýstur keisari.

Merkilegast við það var kannski að faðir hins nýja keisara var þræll sem ávann sér frelsi.

Pertinax var hins vegar myrtur eftir aðeins þrjá mánuði á keisarastóli. Lífvarðasveit keisarans setti þá keisaratignina á uppboð og auðugur landstjóri í Norður-Afríku hreppti hnossið, Didius Julianus.

Óvinsældir Julianusar voru strax miklar.

Múgnum í Róm fannst svívirða hin mesta að hinn nýi keisari hefði keypt embætti sitt þótt ekki margir hafi séð neina meinbugi á því að menn brytust til valda með morðum og ofbeldi.

Þrír öflugir herforingjar í skattlöndunum risu strax upp á afturfæturna og gerðu tilkall til keisaradóms. Julianus var þá myrtur í Róm eftir aðeins 66 daga á keisarastóli og eftir að herforingjarnir þrír höfðu bitist um keisaratignina í fáein ár var það Norður-Afríkumaðurinn Septimus Severus sem bar sigur úr býtum.

Árið 197 var Severus orðinn óumdeildur keisari. Hann var hörkutól mikið og grimmdarseggur en hins vegar dugmikill stjórnandi og öflugur herforingi. Undir hans stjórn varð rómverska heimsveldið víðlendast því hann braut hið íranska stórveldi Parþa á bak aftur og innlimaði stóran hluta Mesópótamíu.

Caracalla

Severus dó svo  eftir skammvinn veikindi árið 211 þegar hann var kominn með her sinn til Norður-Englands og hugðist leggja undir sig Skotland.

Að Severusi látnum tóku synir hans Geta (22 ára) og Caracalla (23 ára) við stjórnartaumunum í ríkinu. Þeir bræður voru ekki tvíburar, líkt og í myndinni Gladiator II, og þeir voru heldur ekki hálfgerð skrípi sem þekktu aðeins munúðarlíf í Róm eins og raunin er um bræðurna í bíómyndinni.

Þvert á móti. Þeir höfðu báðir fylgt föður sínum á herferðum hans og þolað þar bæði súrt og sætt og voru þrautreyndir hermenn — sér í lagi Caracalla. Geta hafði þrátt fyrir ungan aldur annast opinbera stjórnsýslu í ríkinu sem fulltrúi föður síns og reynst dugandi á því sviði.

Þeir voru sem sé engir asnar eða himpigmpi.

Á dánarbeði sínum hafði Severus gefið þeim eftirfarandi ráð: „Verið vinir, mútið hermönnunum, fyrirlítið alla aðra.“

Það var ekki að ósekju sem hann orðaði þetta svo, því bræðurnir höfðu að sögn lagt ósvikið hatur hvor á annan allt frá blautu barnsbeini. 

Hins vegar komu ráð Severusar fyrir lítið því fjandskapur bræðranna blossaði nú upp þegar Severus gat ekki lengur haft hemil á þeim. Á leiðinni frá Bretlandi til Rómar eftir lát föður síns var fjandskapur þeirra strax orðinn svo mikill að þeir gistu aldrei í sama húsi á leiðinni til Rómar og töluðust varla við.

Og þegar til Rómar kom var hatrið millum þeirra orðið svo augljóst og ósvikið að þeir settust að hvor í sínum hluta af höll móður sinnar í borginni og reistur var veggur milli helminganna.

Það var sama hvað móðir þeirra gerði til að reyna að sætta þá, ekkert kom að neinu liði. 

Móðir þeirra bræðra var reyndar mikill karakter og það er beinlínis til vansa að Ridley Scott skuli hafa búið til heila bíómynd um þetta fólk án þess að hún — Júlía Domna hét hún — komi á nokkurn hátt við sögu. Því þar var sannarlega sögu að segja.

Frá því segi ég hér.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár