Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Síðasta skip Hitlers

Beiti­skip­ið Prinz Eu­gen sigldi fram hjá Ís­landi vornótt eina 1941 og átti að leggja sitt af mörk­um til að tryggja heims­yf­ir­ráð Hitlers. Fimm ár­um síð­ar var skip­inu drösl­að kring­um hálf­an hnött­inn og kjarn­orku­sprengju varp­að á það.

Síðasta skip Hitlers
Tvær sprengjur voru sprengdar á Bikini. Þetta er sú seinni, sem kallaðist Baker og var sprengd neðansjávar. Sjáið skipin sem kúra undir gufuhvelfingunni sem myndaðist á örfáum sekúndum eftir sprenginguna.

Forleikur á Grænlandssundi

Að kvöldi 23. maí 1941 renndi splunkunýtt þýskt beitiskip sér inn á Grænlandssund að norðan og brunaði svo sundið á fullri ferð með vestfirsku fjöllin í sjónmáli á bakborða. Það hét Prinz Eugen, mjög vel vopnum búið 17.000 tonna skip og var í fylgd enn öflugra skips, orrustuskipsins Bismarcks. Sem betur fór voru engin íslensk skip eða bátar á Halamiðum um nóttina þegar þýsku skipin renndu sér fótskriðu suður sundið svona grá fyrir járnum.

Í morgunsárið daginn eftir lentu Prinz Eugen og Bismarck í sjóorrustu við breska orrustudeild djúpt suður af Reykjanesi og höfðu frægan sigur. Bismarck var svo eltur uppi af breska flotanum og honum sökkt en Prinz Eugen komst undan.

Svo fór að þetta var eina raunverulega sjóorrustan sem beitiskipið tók þátt í í seinni heimsstyrjöld og þegar Þjóðverjar höfðu gefist upp 1945 héldu sigurvegararnir tombólu um hver þeirra skyldi hreppa hinn óskemmda Prinz Eugen …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár