Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Stutt í vansæld hjá börnunum

Rétt eins og í einelt­is­mál­um skipt­ir máli að sitja ekki hjá sem áhorf­andi í kjara­bar­áttu kenn­ara. Salka Sól Ey­feld, mamma tveggja leik­skóla­barna, er sár en legg­ur til­finn­ing­ar sín­ar til hlið­ar og styð­ur bar­áttu kenn­ara heils hug­ar.

Stutt í vansæld hjá börnunum
Samhugur Salka Sól Eyfeld segir skipta máli að sýna samhug í kjarabaráttu kennara. Sjálf á hún tvö börn á leikskólaaldri sem hafa ekki farið í leikskólann í að verða mánuð, sem er langur tími fyrir börn. „Þau hafa hvort annað en þau eru drulluþreytt á hvort öðru.“ Mynd: Golli

Salka Sól Eyfeld er í hópi foreldra um 100 leikskólabarna í Reykjavík sem hafa ekki farið í leikskólann í að verða mánuð. Skæruverkföll Kennarasambands Íslands gera það að verkum að verkfallið hefur áhrif á lítinn hluta fjölskyldna og Salka hefur upplifað allar heimsins tilfinningar síðustu vikur. „Ég er ógeðslega leið og með skrítnar tilfinningar. Þetta er stundum eins og tvær baráttur,“ segir hún og á við kjarabaráttu kennara annars vegar og hins vegar baráttu foreldra fyrir því að á þá sé hlustað. „Ég er sár, ég fékk tilfinningu eins og öllum væri sama um okkur.“ 

Salka er ekki sátt með útfærslu verkfallsins en ákvað að leggja þær tilfinningar til hliðar og styðja kjarabaráttu kennara heils hugar. Hún hefur komið að skipulagningu mótmæla í Ráðhúsinu, nú síðast á þriðjudag þar sem foreldrar leikskólabarna á Drafnarsteini, sem er eini leikskólinn í borginni sem verkfallið nær til, mættu með börnin og létu í sér heyra. Sjálf hélt Salka ræðu þar sem hún beindi orðum sínum að Einari Þorsteinssyni borgarstjóra. „Þetta getur verið tíminn þar sem borgarstjórn hættir loksins að fría sig af ábyrgð á ástandi leikskólamála og fjárfestir í kennurum. Ég spyr þig líka, Einar, frá móður til föður: Hvað myndir þú gera í okkar sporum?“ sagði Salka meðal annars í eldræðunni sem vakti mikla athygli. 

„Ég er sár, ég fékk tilfinningu eins og öllum væri sama um okkur.“

Salka og eiginmaður hennar, Arnar Freyr Frostason, eiga tvö börn á leikskólaaldri. „Sem er blessun og bölvun. Þau hafa hvort annað en þau eru drulluþreytt á hvort öðru. Þetta er langur tími fyrir lítil börn. Það er stutt í vansæld hjá þeim en auðvitað reynir maður að gera það sem maður getur.“

Varhugavert að sitja hjá

Þegar verkfallinu lýkur, sama hvenær það verður, vill Salka geta litið stolt til baka. „Þegar þessu lýkur vil ég fara með börnin mín á leikskólann með góðri samvisku og vita að ég barðist fyrir því að kennararnir fái þau kjör sem þau óska sér. Ég er að berjast fyrir þau, sama hver útfærslan á verkfallinu er. Það skiptir ekki máli í stóra samhenginu, ég óska þess að enginn lendi í þessari stöðu. Þó að við séum fá þá þýðir samt ekki að það sé auðveldara að líta í burtu.“

Sjálf heldur Salka fyrirlestra í grunnskólum landsins um einelti, en hún varð sjálf fyrir einelti í grunnskóla, og segir hún að rétt eins og í eineltismálum sé varhugavert að sitja hjá í kjarabaráttu kennara. „Í fyrirlestrum mínum tala ég mikið um fólkið sem horfir á einhvern verða fyrir einelti og gerir ekkert í því. Mig langar að vekja athygli á að þó svo að þitt barn sé ekki í verkfalli þá er samt verið að berjast fyrir ykkar börnum. Það er mjög mannlegt að taka ekki þátt í baráttunni eða líta til hliðar af því að þetta kemur þér ekki við. Mín reynsla af einelti er sú að það er oft fólkið sem var áhorfendur sem sér hvað mest eftir því þegar það lítur til baka.“ 

Staðan er snúin. Samningsaðilar settust aftur að samningaborðinu í vikunni eftir 17 daga hlé á viðræðum. „Kannski þurfum við að æfa okkur í að sýna samhug. Þó svo að þú sért ekki að verða fyrir áhrifum verkfallsins beint þá skiptir þetta máli. Ég þori ekki alveg að hugsa um hvað verður.“

Verkfall stendur nú yfir í tíu skólum á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, auk eins tónlistarskóla. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin. Önnur verkföll eru tímabundin og standa til og með 20. desember. Þá hefur verið boðað til verkfalla í fjórum grunnskólum 1. janúar 2025, Egilsstaðaskóla, Engjaskóla, Grundaskóla og Lindaskóla. Þau standa til 31. janúar, hafi samningar ekki náðst. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár