Almennar spurningar:
- Hve mörg börn á Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti?
- Hver var fyrsti formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs?
- Í hvaða landi gerist söngleikurinn Sound of Music?
- Úr hverju saumar barnfóstran í þeirri mynd föt handa börnunum sem hún hefur í sinni umsjá?
- Hvað heita einu nafni margir firðir sem skerast inn í Vestfjarðaskagann fyrir norðan Ísafjarðardjúp?
- Hvað nefnist Alfons Åberg á íslensku?
- Hvar fæddist Napóleon Bonaparte?
- Hvað heitir höfuðborgin í Litáen?
- Hver af þessum bandarísku mafíuglæpamyndum sker sig frá hinum: Casino – The Departed – The Godfather – Goodfellas – The Irishman – Mean Streets?
- Í hvaða evrópskri borg er Rialto-brúin fræga?
- Hvaða lið varð nú í haust Íslandsmeistari í fótbolta karla?
- Í námunda við hvaða borg á Englandi bjó Hrói höttur?
- Hallgrímur Helgason rithöfundur er búinn að senda frá sér síðustu bókina í þríleik þar sem hann segir í raun sögu Siglufjarðar. En hvað kallast plássið í bókum Hallgríms?
- Frá hvaða bæ á Íslandi er leikkonan Helga Braga Jónsdóttir?
- Það þykir sérlega niðurlægjandi að verða fyrir leikfléttu í skák sem endar með því að hvítur mátar í fjórða leik. Hvað er þetta háðulega mát kallað?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Þingvallabærinn. Á seinni myndinni er Lavrentí Bería, einn af helstu böðlum Stalíns í Sovétríkjunum.
Svör við almennum spurningum:
1. Fimm. — 2. Steingrímur J. Sigfússon. — 3. Austurríki. — 4. Gardínum. — 5. Jökulfirðir. — 6. Einar Áskell. — 7. Á Korsíku. — 8. Vilnius. — 9. The Godfather er eina myndin sem Martin Scorsese leikstýrði EKKI. — 10. Feneyjum. — 11. Breiðablik. — 12. Nottingham. — 13. Segulfjörður. — 14. Akranesi. — 15. Heimaskítsmát.
Athugasemdir (2)