Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 15. nóvember 2024 — Hvar er þessi bær? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 15. nóv­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 15. nóvember 2024 — Hvar er þessi bær? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hvaða reisulegi bær er þetta?
Seinni mynd:Þessi sakleysislegi karl var í raun annálað illmenni og framdi í skjóli leiðtoga síns fjölda glæpa. En hann saup líka seyðið af því þegar húsbóndinn féll.

Almennar spurningar:

  1. Hve mörg börn á Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti?
  2. Hver var fyrsti formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs?
  3. Í hvaða landi gerist söngleikurinn Sound of Music?
  4. Úr hverju saumar barnfóstran í þeirri mynd föt handa börnunum sem hún hefur í sinni umsjá?
  5. Hvað heita einu nafni margir firðir sem skerast inn í Vestfjarðaskagann fyrir norðan Ísafjarðardjúp?
  6. Hvað nefnist Alfons Åberg á íslensku?
  7. Hvar fæddist Napóleon Bonaparte?
  8. Hvað heitir höfuðborgin í Litáen?
  9. Hver af þessum bandarísku mafíuglæpamyndum sker sig frá hinum: Casino – The Departed – The Godfather – Goodfellas – The Irishman – Mean Streets?
  10. Í hvaða evrópskri borg er Rialto-brúin fræga?
  11. Hvaða lið varð nú í haust Íslandsmeistari í fótbolta karla?
  12. Í námunda við hvaða borg á Englandi bjó Hrói höttur?
  13. Hallgrímur Helgason rithöfundur er búinn að senda frá sér síðustu bókina í þríleik þar sem hann segir í raun sögu Siglufjarðar. En hvað kallast plássið í bókum Hallgríms?
  14. Frá hvaða bæ á Íslandi er leikkonan Helga Braga Jónsdóttir?
  15. Það þykir sérlega niðurlægjandi að verða fyrir leikfléttu í skák sem endar með því að hvítur mátar í fjórða leik. Hvað er þetta háðulega mát kallað?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Þingvallabærinn. Á seinni myndinni er Lavrentí Bería, einn af helstu böðlum Stalíns í Sovétríkjunum.
Svör við almennum spurningum:
1.  Fimm.  —  2.  Steingrímur J. Sigfússon.  —  3.  Austurríki.  —  4.  Gardínum.  —  5.  Jökulfirðir.  —  6.  Einar Áskell.  —  7.  Á Korsíku.  —  8.  Vilnius.  —  9.  The Godfather er eina myndin sem Martin Scorsese leikstýrði EKKI.  —  10.  Feneyjum.  —  11.  Breiðablik.  —  12.  Nottingham.  —  13.  Segulfjörður.  —  14.  Akranesi.  —  15.  Heimaskítsmát.
Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár