Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Spurningaþraut Illuga 15. nóvember 2024 — Hvar er þessi bær? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 15. nóv­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 15. nóvember 2024 — Hvar er þessi bær? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hvaða reisulegi bær er þetta?
Seinni mynd:Þessi sakleysislegi karl var í raun annálað illmenni og framdi í skjóli leiðtoga síns fjölda glæpa. En hann saup líka seyðið af því þegar húsbóndinn féll.

Almennar spurningar:

  1. Hve mörg börn á Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti?
  2. Hver var fyrsti formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs?
  3. Í hvaða landi gerist söngleikurinn Sound of Music?
  4. Úr hverju saumar barnfóstran í þeirri mynd föt handa börnunum sem hún hefur í sinni umsjá?
  5. Hvað heita einu nafni margir firðir sem skerast inn í Vestfjarðaskagann fyrir norðan Ísafjarðardjúp?
  6. Hvað nefnist Alfons Åberg á íslensku?
  7. Hvar fæddist Napóleon Bonaparte?
  8. Hvað heitir höfuðborgin í Litáen?
  9. Hver af þessum bandarísku mafíuglæpamyndum sker sig frá hinum: Casino – The Departed – The Godfather – Goodfellas – The Irishman – Mean Streets?
  10. Í hvaða evrópskri borg er Rialto-brúin fræga?
  11. Hvaða lið varð nú í haust Íslandsmeistari í fótbolta karla?
  12. Í námunda við hvaða borg á Englandi bjó Hrói höttur?
  13. Hallgrímur Helgason rithöfundur er búinn að senda frá sér síðustu bókina í þríleik þar sem hann segir í raun sögu Siglufjarðar. En hvað kallast plássið í bókum Hallgríms?
  14. Frá hvaða bæ á Íslandi er leikkonan Helga Braga Jónsdóttir?
  15. Það þykir sérlega niðurlægjandi að verða fyrir leikfléttu í skák sem endar með því að hvítur mátar í fjórða leik. Hvað er þetta háðulega mát kallað?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Þingvallabærinn. Á seinni myndinni er Lavrentí Bería, einn af helstu böðlum Stalíns í Sovétríkjunum.
Svör við almennum spurningum:
1.  Fimm.  —  2.  Steingrímur J. Sigfússon.  —  3.  Austurríki.  —  4.  Gardínum.  —  5.  Jökulfirðir.  —  6.  Einar Áskell.  —  7.  Á Korsíku.  —  8.  Vilnius.  —  9.  The Godfather er eina myndin sem Martin Scorsese leikstýrði EKKI.  —  10.  Feneyjum.  —  11.  Breiðablik.  —  12.  Nottingham.  —  13.  Segulfjörður.  —  14.  Akranesi.  —  15.  Heimaskítsmát.
Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár