Spurningaþraut Illuga 15. nóvember 2024 — Hvar er þessi bær? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 15. nóv­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 15. nóvember 2024 — Hvar er þessi bær? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hvaða reisulegi bær er þetta?
Seinni mynd:Þessi sakleysislegi karl var í raun annálað illmenni og framdi í skjóli leiðtoga síns fjölda glæpa. En hann saup líka seyðið af því þegar húsbóndinn féll.

Almennar spurningar:

  1. Hve mörg börn á Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti?
  2. Hver var fyrsti formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs?
  3. Í hvaða landi gerist söngleikurinn Sound of Music?
  4. Úr hverju saumar barnfóstran í þeirri mynd föt handa börnunum sem hún hefur í sinni umsjá?
  5. Hvað heita einu nafni margir firðir sem skerast inn í Vestfjarðaskagann fyrir norðan Ísafjarðardjúp?
  6. Hvað nefnist Alfons Åberg á íslensku?
  7. Hvar fæddist Napóleon Bonaparte?
  8. Hvað heitir höfuðborgin í Litáen?
  9. Hver af þessum bandarísku mafíuglæpamyndum sker sig frá hinum: Casino – The Departed – The Godfather – Goodfellas – The Irishman – Mean Streets?
  10. Í hvaða evrópskri borg er Rialto-brúin fræga?
  11. Hvaða lið varð nú í haust Íslandsmeistari í fótbolta karla?
  12. Í námunda við hvaða borg á Englandi bjó Hrói höttur?
  13. Hallgrímur Helgason rithöfundur er búinn að senda frá sér síðustu bókina í þríleik þar sem hann segir í raun sögu Siglufjarðar. En hvað kallast plássið í bókum Hallgríms?
  14. Frá hvaða bæ á Íslandi er leikkonan Helga Braga Jónsdóttir?
  15. Það þykir sérlega niðurlægjandi að verða fyrir leikfléttu í skák sem endar með því að hvítur mátar í fjórða leik. Hvað er þetta háðulega mát kallað?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Þingvallabærinn. Á seinni myndinni er Lavrentí Bería, einn af helstu böðlum Stalíns í Sovétríkjunum.
Svör við almennum spurningum:
1.  Fimm.  —  2.  Steingrímur J. Sigfússon.  —  3.  Austurríki.  —  4.  Gardínum.  —  5.  Jökulfirðir.  —  6.  Einar Áskell.  —  7.  Á Korsíku.  —  8.  Vilnius.  —  9.  The Godfather er eina myndin sem Martin Scorsese leikstýrði EKKI.  —  10.  Feneyjum.  —  11.  Breiðablik.  —  12.  Nottingham.  —  13.  Segulfjörður.  —  14.  Akranesi.  —  15.  Heimaskítsmát.
Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár