Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Þetta varð eiginlega bara fíkn“

Sig­ur­rós Bára Stef­áns­dótt­ir var kom­in með 40 göt í eyr­un fyr­ir ferm­ingu. Göt­in og húð­flúr­in eru henn­ar lífs­stíll í dag, sem hún þakk­ar frænku sinni heit­inni fyr­ir. „Ég hugsa til henn­ar á hverj­um ein­asta degi.“

„Þetta varð eiginlega bara fíkn“
Tattúin og götin eru lífsstíll „Ég sagðist frekar vilja vera gangandi listaverk heldur en að hafa listaverkin heima hjá mér þar sem enginn sér þau,“ sagði Sigurrós Bára Stefánsdóttir við gamlan frænda sem furðaði sig á húðflúrunum hennar og götum. Mynd: Heimildin

„Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Þetta er svolítið lífsstíll. Eins og ég sagði við einn gamlan frænda sem spurði af hverju ég vildi vera öll út í tattúum. Ég sagðist frekar vilja vera gangandi listaverk heldur en að hafa listaverkin heima hjá mér þar sem enginn sér þau. Ég er að fara að vera módel á Dragonfly, það er tattú- og götunarstofa. Vinkona mín er að gata þar og hún er að fara að prófa að gera nýtt gat. Gatið heitir dermal og er sett í kinnbein. 

„Það er allt hægt, skal ég segja þér

Ég og frænka mín heitin héngum mikið saman þegar við vorum 13 til 14 ára gamlar og hún var alltaf að gata sjálfa sig sem varð til þess að mig langaði í gat í nefið, en endaði á að fá mér gat í vörina – og var komin með 20 lokka í hvort eyra fyrir fermingu. Það er allt hægt, skal ég segja þér. Og svo þróaðist þetta, ég fór að sjá fólk með gat í augabrúninni og í kinnunum og þá langaði mig líka að prófa. Þetta varð eiginlega bara fíkn. Ég er með 30 stykki í dag. 

Samband mitt og frænku minnar var rosalega gott. Þetta var eitt mjög langt og gott sumar. Svo fórum við hvor í sína áttina. Ég varð móðir 18 ára gömul. Hún lifði sínu lífi og ég mínu sem 18 ára mamma. Það eru komin tíu ár síðan hún kvaddi, ég hugsa til hennar á hverjum einasta degi. Við vorum mjög nánar.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
1
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár