Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Segir nýju útlendingalögin notuð í „skipulagða herferð“

Lög­mað­ur­inn Claudia Ashanie Wil­son seg­ir Út­lend­inga­stofn­un nýta sér ný lög um út­lend­inga til að synja jafn­vel mörg hundruð manns um áfram­hald­andi vernd á Ís­landi. Fólk sem gæti átt á hættu að vera sent úr landi hafi sumt keypt sér íbúð­ir, stofn­að fyr­ir­tæki og sé jafn­vel með starfs­fólk í vinnu.

Segir nýju útlendingalögin notuð í „skipulagða herferð“
Lögmaður Claudia segir notkun laganna með afturvirkum hætti vera ómannúðlega. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hið minnsta tíu manns fengu sams konar SMS á föstudaginn um að þau eigi að mæta í viðtal til Útlendingastofnunar á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá þeim þekkja þau til 30 annarra tilvika, þar sem fólk hefur fengið sams konar SMS.

Hjá Útlendingastofnun verður þeim tilkynnt að það sé búið að synja umsókn þeirra um framlengingu á dvalarleyfi og þeim synjað um ótímabundið dvalarleyfi hérlendis. Í raun hafi Útlendingastofnun afturkallað viðbótarvernd til þeirra.“

Þetta segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður sem sérhæfir sig í útlendingalöggjöf, í samtali við Heimildina. Hún segir að á hennar starfsvettvangi sé hún farin að taka eftir nýrri framkvæmd Útlendingastofnunar um afturköllun á svokallaðri viðbótarvernd og mannúðarleyfi.

„Það er alveg ljóst miðað við þann fjölda sem við erum að sjá núna að það er skipulögð herferð og stefna hjá stjórnvöldum að veita þessu fólki ekki áfram vernd á Íslandi og tækifæri til að fá ótímabundið dvalarleyfi og þar …

Kjósa
54
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Johann Unnsteinsson skrifaði
    Frábært og löngu kominn tími til að losna vip meirihlutann af þessu sem hefðu aldrei átt að vera hér til að byrja með.
    -9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár