Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Páll Vilhjálmsson ákærður fyrir hatursorðræðu

Lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ákærði blogg­ar­ann Pál Vil­hjálms­son á dög­un­um fyr­ir meinta hat­ursorð­ræðu. Ákær­an er til­kom­in vegna um­mæla Páls um Sam­tök­in '78 og fræðslu sem sam­tök­in veittu í grunn­skól­um lands­ins í fyrra.

Páll Vilhjálmsson ákærður fyrir hatursorðræðu
Hélt í fyrstu að um grín væri að ræða Páll Vilhjálmsson lýsir í bloggfærslu sinni að þegar lögreglumaður afhenti honum ákæru fyrir hatursfull ummæli í garð Samtaka 78 og fræðsluátaki sem samtökin tóku þátt í að móta fyrir grunnskóla landsins, hafi hann talið um grín væri að ræða. Mynd: fg.is

Páll Vilhjálmsson, fyrrverandi  framhaldsskólakennari og bloggari, hefur verið ákærður vegna ummæla sem hann lét falla í bloggfærslum sem hann birti haustið 2023. Þetta tilkynnti Páll nýverið í færslu sem hann birti á bloggsíðu sinni í dag. Ákæran er tilkomin vegna ummæla Páls um Samtökin 78 og fræðslu sem samtökin gerðu samninga um að miðla til grunnskólanemenda og starfsfólks leik- grunnskóla.

Í bloggfærslu sinni upplýsir Páll að Álfur Birkir Bjarnason, fyrrverandi formaður Samtakanna 78, hafi kært þessi ummæli til lögreglu skömmu eftir að þau voru birt. Ári síðan barst honum kæran.

Ummæli um hinseginfræðslu og Samtökin '78

Í færslu Páls kemur fram að ákæran snúi að tveimur efnisgreinum sem birtar voru í umræddri bloggfærslu. Annars vegar hafði Páll skrifað: „Samtökin '78 eru regnhlífarsamtök og lífsskoðunarfélag fullorðinna sem áhugasamir eru um klám, kynlíf, kynjaveröld og tælingu barna.“

Hin efnisgreinin sem Páll hefur verið ákærður fyrir snýr að hinsegin- kynfræðslu sem Samtökin tóku þátt í að útfæra í samstarfi við ríkið, sveitarfélög og önnur félagssamtök í grunnskólum landsins.

Í bloggfærslu sinni hélt Páll því fram að kennsluefnið væri í raun dulbúin tæling.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Æi, maðurinn.
    Hvað fyndist honum ef einhver skrifi um hann að hann sé áhugamaður "um klám, kynlíf, kynjaveröld og tælingu barna".
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
6
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár