Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Páll Vilhjálmsson ákærður fyrir hatursorðræðu

Lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ákærði blogg­ar­ann Pál Vil­hjálms­son á dög­un­um fyr­ir meinta hat­ursorð­ræðu. Ákær­an er til­kom­in vegna um­mæla Páls um Sam­tök­in '78 og fræðslu sem sam­tök­in veittu í grunn­skól­um lands­ins í fyrra.

Páll Vilhjálmsson ákærður fyrir hatursorðræðu
Hélt í fyrstu að um grín væri að ræða Páll Vilhjálmsson lýsir í bloggfærslu sinni að þegar lögreglumaður afhenti honum ákæru fyrir hatursfull ummæli í garð Samtaka 78 og fræðsluátaki sem samtökin tóku þátt í að móta fyrir grunnskóla landsins, hafi hann talið um grín væri að ræða. Mynd: fg.is

Páll Vilhjálmsson, fyrrverandi  framhaldsskólakennari og bloggari, hefur verið ákærður vegna ummæla sem hann lét falla í bloggfærslum sem hann birti haustið 2023. Þetta tilkynnti Páll nýverið í færslu sem hann birti á bloggsíðu sinni í dag. Ákæran er tilkomin vegna ummæla Páls um Samtökin 78 og fræðslu sem samtökin gerðu samninga um að miðla til grunnskólanemenda og starfsfólks leik- grunnskóla.

Í bloggfærslu sinni upplýsir Páll að Álfur Birkir Bjarnason, fyrrverandi formaður Samtakanna 78, hafi kært þessi ummæli til lögreglu skömmu eftir að þau voru birt. Ári síðan barst honum kæran.

Ummæli um hinseginfræðslu og Samtökin '78

Í færslu Páls kemur fram að ákæran snúi að tveimur efnisgreinum sem birtar voru í umræddri bloggfærslu. Annars vegar hafði Páll skrifað: „Samtökin '78 eru regnhlífarsamtök og lífsskoðunarfélag fullorðinna sem áhugasamir eru um klám, kynlíf, kynjaveröld og tælingu barna.“

Hin efnisgreinin sem Páll hefur verið ákærður fyrir snýr að hinsegin- kynfræðslu sem Samtökin tóku þátt í að útfæra í samstarfi við ríkið, sveitarfélög og önnur félagssamtök í grunnskólum landsins.

Í bloggfærslu sinni hélt Páll því fram að kennsluefnið væri í raun dulbúin tæling.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Æi, maðurinn.
    Hvað fyndist honum ef einhver skrifi um hann að hann sé áhugamaður "um klám, kynlíf, kynjaveröld og tælingu barna".
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár