Páll Vilhjálmsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari og bloggari, hefur verið ákærður vegna ummæla sem hann lét falla í bloggfærslum sem hann birti haustið 2023. Þetta tilkynnti Páll nýverið í færslu sem hann birti á bloggsíðu sinni í dag. Ákæran er tilkomin vegna ummæla Páls um Samtökin 78 og fræðslu sem samtökin gerðu samninga um að miðla til grunnskólanemenda og starfsfólks leik- grunnskóla.
Í bloggfærslu sinni upplýsir Páll að Álfur Birkir Bjarnason, fyrrverandi formaður Samtakanna 78, hafi kært þessi ummæli til lögreglu skömmu eftir að þau voru birt. Ári síðan barst honum kæran.
Ummæli um hinseginfræðslu og Samtökin '78
Í færslu Páls kemur fram að ákæran snúi að tveimur efnisgreinum sem birtar voru í umræddri bloggfærslu. Annars vegar hafði Páll skrifað: „Samtökin '78 eru regnhlífarsamtök og lífsskoðunarfélag fullorðinna sem áhugasamir eru um klám, kynlíf, kynjaveröld og tælingu barna.“
Hin efnisgreinin sem Páll hefur verið ákærður fyrir snýr að hinsegin- kynfræðslu sem Samtökin tóku þátt í að útfæra í samstarfi við ríkið, sveitarfélög og önnur félagssamtök í grunnskólum landsins.
Í bloggfærslu sinni hélt Páll því fram að kennsluefnið væri í raun dulbúin tæling.
Hvað fyndist honum ef einhver skrifi um hann að hann sé áhugamaður "um klám, kynlíf, kynjaveröld og tælingu barna".