Sonur Bláhosu 3. grein: Í hringiðu borgarastríðs og trúardeilna

Jón Ara­son var nefnd­ur til bisk­ups að Hól­um af prest­um norð­an­lands en Ög­mund­ur Páls­son, bisk­up í Skál­holti, reyndi allt sem hann gat til að hafa hend­ur í hári hans. Jón slapp þó að lok­um naum­lega úr haldi.

Sonur Bláhosu 3. grein: Í hringiðu borgarastríðs og trúardeilna
Engin mynd er til af Jóni Arasyni. Þessi mynd er hins vegar af samtímamanni hans, sem líka var snúðugur stórbokki í kaþólsku kirkjunni: Ítalinn Bernardo Clesio er varð á endanum kardínáli. Myndina málaði Barthel Bruyn.

Þar var komið sögu Jóns Arasonar og Bláhosu að vorið 1523 slapp hann til útlanda með þýskum kaupmönnum eftir að Ögmundur Pálsson, biskup í Skálholti, lagði í raun undir sig Hólabiskupsdæmi með yfirgangi. Prestar norðanlands höfðu kjörið Jón til biskups en hann átti eftir að fá vígslu hjá erkibiskupnum í Niðarósi (er nú heitir Þrándheimur) sem íslensku biskupsstólarnir heyrðu undir í kaþólskunni. Ögmundur lét bannfæra Jón og fella yfir honum alla hugsanlega dóma á Íslandi en sendi svo einn presta sinna á eftir Jóni til Norðurlanda.

Skyldi sá ganga á fund bæði veraldlegra og kirkjulegra yfirvalda til að komast að því „hvert prestur nokkur, að nafni Jón Arason, sem bannsettur hefði verið, hefði strokið“. Aðaltilgangurinn var þó vitaskuld að koma í veg fyrir að Jón hlyti vígslu. Jafnframt sendi Ögmundur utan séra Jón Einarsson sem sinn kandídat til Hólabiskups. Einarsson þessi var lærður á Englandi og Þýskalandi sem minnir á …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár