Þar var komið sögu Jóns Arasonar og Bláhosu að vorið 1523 slapp hann til útlanda með þýskum kaupmönnum eftir að Ögmundur Pálsson, biskup í Skálholti, lagði í raun undir sig Hólabiskupsdæmi með yfirgangi. Prestar norðanlands höfðu kjörið Jón til biskups en hann átti eftir að fá vígslu hjá erkibiskupnum í Niðarósi (er nú heitir Þrándheimur) sem íslensku biskupsstólarnir heyrðu undir í kaþólskunni. Ögmundur lét bannfæra Jón og fella yfir honum alla hugsanlega dóma á Íslandi en sendi svo einn presta sinna á eftir Jóni til Norðurlanda.
Skyldi sá ganga á fund bæði veraldlegra og kirkjulegra yfirvalda til að komast að því „hvert prestur nokkur, að nafni Jón Arason, sem bannsettur hefði verið, hefði strokið“. Aðaltilgangurinn var þó vitaskuld að koma í veg fyrir að Jón hlyti vígslu. Jafnframt sendi Ögmundur utan séra Jón Einarsson sem sinn kandídat til Hólabiskups. Einarsson þessi var lærður á Englandi og Þýskalandi sem minnir á …
Athugasemdir