Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sonur Bláhosu 3. grein: Í hringiðu borgarastríðs og trúardeilna

Jón Ara­son var nefnd­ur til bisk­ups að Hól­um af prest­um norð­an­lands en Ög­mund­ur Páls­son, bisk­up í Skál­holti, reyndi allt sem hann gat til að hafa hend­ur í hári hans. Jón slapp þó að lok­um naum­lega úr haldi.

Sonur Bláhosu 3. grein: Í hringiðu borgarastríðs og trúardeilna
Engin mynd er til af Jóni Arasyni. Þessi mynd er hins vegar af samtímamanni hans, sem líka var snúðugur stórbokki í kaþólsku kirkjunni: Ítalinn Bernardo Clesio er varð á endanum kardínáli. Myndina málaði Barthel Bruyn.

Þar var komið sögu Jóns Arasonar og Bláhosu að vorið 1523 slapp hann til útlanda með þýskum kaupmönnum eftir að Ögmundur Pálsson, biskup í Skálholti, lagði í raun undir sig Hólabiskupsdæmi með yfirgangi. Prestar norðanlands höfðu kjörið Jón til biskups en hann átti eftir að fá vígslu hjá erkibiskupnum í Niðarósi (er nú heitir Þrándheimur) sem íslensku biskupsstólarnir heyrðu undir í kaþólskunni. Ögmundur lét bannfæra Jón og fella yfir honum alla hugsanlega dóma á Íslandi en sendi svo einn presta sinna á eftir Jóni til Norðurlanda.

Skyldi sá ganga á fund bæði veraldlegra og kirkjulegra yfirvalda til að komast að því „hvert prestur nokkur, að nafni Jón Arason, sem bannsettur hefði verið, hefði strokið“. Aðaltilgangurinn var þó vitaskuld að koma í veg fyrir að Jón hlyti vígslu. Jafnframt sendi Ögmundur utan séra Jón Einarsson sem sinn kandídat til Hólabiskups. Einarsson þessi var lærður á Englandi og Þýskalandi sem minnir á …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
6
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár