Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Finnur og Svandís leiða VG í Reykjavík

Finn­ur Ricart Andra­son, fyrr­ver­andi for­seti Ungra um­hverf­issinna, er í fyrsta sæti á lista VG í Reykja­vík norð­ur fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur hreyf­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi ráð­herra, er í fyrsta sæti í Reykja­vík suð­ur. Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur VG, er í heið­urs­sæti í Reykja­vík norð­ur.

Finnur og Svandís leiða VG í Reykjavík
Finnur Ricart Andrason er í fyrsta sæti hjá VG í Reykjavík norður. Mynd: Aðsend

Finnur Ricart Andrason, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum, skipar fyrsta sætið á lista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, skipar annað sæti listans og Brynhildur Björnsdóttir, varaþingmaður hreyfingarinnar er í því þriðja. 

Í Reykjavíkurkjördæmi suður skipar Svandís Svavarsdóttir, formaður hreyfingarinnar, fyrsta sætið.  Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður er í öðru sæti listans og Jósúa Gabríel Davíðsson, formaður Ungra vinstri grænna, er í því þriðja.

Framboðslistar VG í Reykjavíkurkjördæmunum voru kynntir og samþykktir á fundi hreyfingarinnar sem haldinn var á Nauthóli í dag.

Finnur Ricart var, þar til hann tók sæti á lista VG, forseti Ungra umhverfissinna og hefur ekki setið á þingi fyrir flokkinn. Rósa Björk sagði sig úr hreyfingunni árið 2020 vegna óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Hún starfaði um tíma utan þingflokka en bauð sig síðan fram fyrir Samfylkinguna og varð varaþingmaður. Á síðasta ári var hún ráðin verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu þar sem Katrín Jakobsdóttir, þáverandi formaður VG, starfaði sem ráðherra. 

Katrín skipar heiðurssæti á lista VG í Reykjavík norður. Hún sagði af sér embætti forsætisráðherra fyrr á þessu ári þegar hún ákvað að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu