Finnur og Svandís leiða VG í Reykjavík

Finn­ur Ricart Andra­son, fyrr­ver­andi for­seti Ungra um­hverf­issinna, er í fyrsta sæti á lista VG í Reykja­vík norð­ur fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur hreyf­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi ráð­herra, er í fyrsta sæti í Reykja­vík suð­ur. Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur VG, er í heið­urs­sæti í Reykja­vík norð­ur.

Finnur og Svandís leiða VG í Reykjavík
Finnur Ricart Andrason er í fyrsta sæti hjá VG í Reykjavík norður. Mynd: Aðsend

Finnur Ricart Andrason, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum, skipar fyrsta sætið á lista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, skipar annað sæti listans og Brynhildur Björnsdóttir, varaþingmaður hreyfingarinnar er í því þriðja. 

Í Reykjavíkurkjördæmi suður skipar Svandís Svavarsdóttir, formaður hreyfingarinnar, fyrsta sætið.  Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður er í öðru sæti listans og Jósúa Gabríel Davíðsson, formaður Ungra vinstri grænna, er í því þriðja.

Framboðslistar VG í Reykjavíkurkjördæmunum voru kynntir og samþykktir á fundi hreyfingarinnar sem haldinn var á Nauthóli í dag.

Finnur Ricart var, þar til hann tók sæti á lista VG, forseti Ungra umhverfissinna og hefur ekki setið á þingi fyrir flokkinn. Rósa Björk sagði sig úr hreyfingunni árið 2020 vegna óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Hún starfaði um tíma utan þingflokka en bauð sig síðan fram fyrir Samfylkinguna og varð varaþingmaður. Á síðasta ári var hún ráðin verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu þar sem Katrín Jakobsdóttir, þáverandi formaður VG, starfaði sem ráðherra. 

Katrín skipar heiðurssæti á lista VG í Reykjavík norður. Hún sagði af sér embætti forsætisráðherra fyrr á þessu ári þegar hún ákvað að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár