Þrátt fyrir að aðhyllast gjörólíkar stefnur á mörgum af mikilvægustu sviðum stjórnmálanna voru Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Snorri Másson, sem sækist eftir oddvitasæti í Miðflokknum, ekki reiðubúnir að slá af borðinu hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf að kosningum loknum.
Í nýjasta þætti Pressu mættu Jóhann og Snorri ásamt Lenyu Rún Taha Karim, varaþingmanni og oddvita Pírata í Reykjavík norður, til þess að ræða stefnur og áherslur gagnvart ýmsum málaflokkum sem brenna á vörum landsmanna í aðdraganda kosninga.
Eftir að hafa rætt um ríkisfjármál, húsnæðismál, barnabætur og leikskólamál voru gestir að lokum spurðir hvort þeir sæju fyrir sér að vinna með hverjum öðrum í ríkisstjórnarsamstarfi. Lenya Rún taldi það vera ógerlegt fyrir Pírata að semja um stjórnarsáttmála við Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.
Of snemmt til að segja
Spurður hvort hann sæi fyrir sér að mynda ríkisstjórn með Pírötum eða Samfylkingunni sagðist Snorri ekki hafa umboð til þess hafa áhrif á slíkar ákvarðanir.
Athugasemdir