Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Ísland hjálpar mér að vera betri útgáfa af sjálfri mér

Að búa á Ís­landi hef­ur hjálp­að Char­lotte Wulff að horf­ast í augu við eig­in veik­leika og feta sinn eig­in veg.

Ísland hjálpar mér að vera betri útgáfa af sjálfri mér
Sjálfsörugg á Íslandi „Ég er að feta minn eigin veg, ekki elta alla hina,“ segir Charlotte Wulff. Mynd: Heimildin

Ég á tvo meðleigjendur og það safnast mikið af gleri og dósum. Ég fer reglulega í sund og er bara að nýta ferðina og endurvinna. 

Ég kláraði framhaldsnámið mitt í sálfræði í sumar og mig langaði að fá viðbótarhæfni í talmeinafræði. Þetta er geggjað spennandi. Ég kunni aðeins íslensku, ég kom fyrst hingað 2016 og svo aftur 2018 og 2020. Ég nota alltaf íslensku þegar ég bý hérna en þegar ég er heima í Þýskalandi er stundum erfitt að æfa sig, þá gleymi ég miklu, en þekkingin er einhvers staðar þarna í heilanum. 

Af hverju Ísland? Ég elska Ísland. Ísland hefur alltaf verið uppáhaldslandið mitt. Tilfinningin mín er þannig að Ísland hjálpar mér að vera betri útgáfa af sjálfri mér. Ísland hjálpar mér að horfast í augu við veikleika mína. Ég er minna óörugg um sjálfa mig, ég geri ekki bara það sem allir gera, ég er að feta minn eigin veg, ekki elta alla hina. Ég er meira ég sjálf. 

„Ísland hjálpar mér að horfast í augu við veikleika mína“

Í sumar fór ég í Skagafjörðinn að vinna á bóndabæ. Það var ævintýri, ég var að klára skólann og nú byrjar lífið. Það var svona og svona að vinna á bóndabænum, stundum var það geggjað en stundum var ég einmana. Ég lærði mikið um sjálfa mig. Ég er rosalega glöð að hafa ekki farið beint til Reykjavíkur, að vera í Skagafirði gaf mér betri möguleika á að læra íslensku. Í borginni tala allir ensku við mig en mig langaði að tala íslensku til að læra meira. Í Skagafirði töluðu allir íslensku við mig. Það kemur í ljós hvort ég verði áfram á Íslandi. Kannski?“ 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár