Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Ísland hjálpar mér að vera betri útgáfa af sjálfri mér

Að búa á Ís­landi hef­ur hjálp­að Char­lotte Wulff að horf­ast í augu við eig­in veik­leika og feta sinn eig­in veg.

Ísland hjálpar mér að vera betri útgáfa af sjálfri mér
Sjálfsörugg á Íslandi „Ég er að feta minn eigin veg, ekki elta alla hina,“ segir Charlotte Wulff. Mynd: Heimildin

Ég á tvo meðleigjendur og það safnast mikið af gleri og dósum. Ég fer reglulega í sund og er bara að nýta ferðina og endurvinna. 

Ég kláraði framhaldsnámið mitt í sálfræði í sumar og mig langaði að fá viðbótarhæfni í talmeinafræði. Þetta er geggjað spennandi. Ég kunni aðeins íslensku, ég kom fyrst hingað 2016 og svo aftur 2018 og 2020. Ég nota alltaf íslensku þegar ég bý hérna en þegar ég er heima í Þýskalandi er stundum erfitt að æfa sig, þá gleymi ég miklu, en þekkingin er einhvers staðar þarna í heilanum. 

Af hverju Ísland? Ég elska Ísland. Ísland hefur alltaf verið uppáhaldslandið mitt. Tilfinningin mín er þannig að Ísland hjálpar mér að vera betri útgáfa af sjálfri mér. Ísland hjálpar mér að horfast í augu við veikleika mína. Ég er minna óörugg um sjálfa mig, ég geri ekki bara það sem allir gera, ég er að feta minn eigin veg, ekki elta alla hina. Ég er meira ég sjálf. 

„Ísland hjálpar mér að horfast í augu við veikleika mína“

Í sumar fór ég í Skagafjörðinn að vinna á bóndabæ. Það var ævintýri, ég var að klára skólann og nú byrjar lífið. Það var svona og svona að vinna á bóndabænum, stundum var það geggjað en stundum var ég einmana. Ég lærði mikið um sjálfa mig. Ég er rosalega glöð að hafa ekki farið beint til Reykjavíkur, að vera í Skagafirði gaf mér betri möguleika á að læra íslensku. Í borginni tala allir ensku við mig en mig langaði að tala íslensku til að læra meira. Í Skagafirði töluðu allir íslensku við mig. Það kemur í ljós hvort ég verði áfram á Íslandi. Kannski?“ 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár