Ég á tvo meðleigjendur og það safnast mikið af gleri og dósum. Ég fer reglulega í sund og er bara að nýta ferðina og endurvinna.
Ég kláraði framhaldsnámið mitt í sálfræði í sumar og mig langaði að fá viðbótarhæfni í talmeinafræði. Þetta er geggjað spennandi. Ég kunni aðeins íslensku, ég kom fyrst hingað 2016 og svo aftur 2018 og 2020. Ég nota alltaf íslensku þegar ég bý hérna en þegar ég er heima í Þýskalandi er stundum erfitt að æfa sig, þá gleymi ég miklu, en þekkingin er einhvers staðar þarna í heilanum.
Af hverju Ísland? Ég elska Ísland. Ísland hefur alltaf verið uppáhaldslandið mitt. Tilfinningin mín er þannig að Ísland hjálpar mér að vera betri útgáfa af sjálfri mér. Ísland hjálpar mér að horfast í augu við veikleika mína. Ég er minna óörugg um sjálfa mig, ég geri ekki bara það sem allir gera, ég er að feta minn eigin veg, ekki elta alla hina. Ég er meira ég sjálf.
„Ísland hjálpar mér að horfast í augu við veikleika mína“
Í sumar fór ég í Skagafjörðinn að vinna á bóndabæ. Það var ævintýri, ég var að klára skólann og nú byrjar lífið. Það var svona og svona að vinna á bóndabænum, stundum var það geggjað en stundum var ég einmana. Ég lærði mikið um sjálfa mig. Ég er rosalega glöð að hafa ekki farið beint til Reykjavíkur, að vera í Skagafirði gaf mér betri möguleika á að læra íslensku. Í borginni tala allir ensku við mig en mig langaði að tala íslensku til að læra meira. Í Skagafirði töluðu allir íslensku við mig. Það kemur í ljós hvort ég verði áfram á Íslandi. Kannski?“
Athugasemdir