Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Jón segist hafa verið forvitinn um hvort það væri hasar

Jón Gunn­ars­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks seg­ir að hann taki und­ir það að sím­tal Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar fé­lags­mála­ráð­herra til rík­is­lög­reglu­stjóra hafi ver­ið óeðli­legt. Hann sjálf­ur hafi hins veg­ar ein­ung­is ver­ið að leita upp­lýs­inga hjá rík­is­lög­reglu­stjóra og kanna hvort það væri ein­hver has­ar í gangi.

Jón segist hafa verið forvitinn um hvort það væri hasar
Jón Gunnarsson Ráðherrann fyrrverandi segist hafa ákveðið að hringja í ríkislögreglustjóra til að fá upplýsingar um hvort einhverjir erfiðleikar eða hasar hafi verið í tengslum við þá fyrirhugaða brottvísun Yazans Tamimi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að símtal hans til ríkislögreglustjóra að morgni dags 16. september, þegar brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans stóð yfir, hafi verið vegna þess að hann „vildi fá upplýsingar“ um hvort málið gengi ekki bara ágætlega og hvort „einhverjir erfiðleikar“ eða „mikill hasar“ væri uppi í tengslum við málið. 

Þetta kemur allt fram í samtali hans við mbl.is, en þar segir Jón, sem er fyrrverandi dómsmálaráðherra, að hann hafi ekki verið að „reyna að hafa áhrif á þetta mál með neinum hætti“.

„Ég er fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra og hef síma­núm­er rík­is­lög­reglu­stjóra. Ég var því ein­fald­lega að reyna að fá upp­lýs­ing­ar um það hvort mik­ill has­ar væri í kring­um þetta,“ sagði Jón í samtali við mbl.is, en jafnframt að ríkislögreglustjóri hafi tjáð honum að málið væri í farvegi og hún gæti ekkert upplýst hann um það. 

Heimildin sagði frá því í morgun að bæði Jón og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefðu hringt í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna þessa máls. Áður hafði einungis komið fram að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra hefði gert það, auk svo auðvitað dómsmálaráðherrans Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sett sig í beint samband við ríkislögreglustjóra þennan morgun.

Jón hefur ekki svarað skriflegri fyrirspurn Heimildarinnar vegna málsins. Það gerði Áslaug Arna heldur ekki, en hún tjáði sig um málið í stuttri færslu á Facebook í dag.

Telur einhvernveginn eðlilegra að óbreyttur þingmaður en ráðherra hafi samband

Jón Gunnarsson segir hinsvegar við mbl.is, þegar blaðamaður miðilsins rifjar upp að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi sagt símtal Guðmundar Inga til ríkislögreglustjóra óeðlilegt, að hann telji það fremur viðeigandi fyrir óbreytta þingmenn en ráðherra í ríkisstjórn að setja sig í samband við ríkislögreglustjóra vegna mála af þessu tagi: 

„Að mínu viti þá er svo­lítið annað þegar ráðherr­ar í rík­is­stjórn eru að fara inn í viðkvæma stöðu eins og þessa. Emb­ætt­is­menn hafa fyrst og fremst upp­lýs­inga­skyld­ur gagn­vart sín­um ráðherra og taka við fyr­ir­mæl­um, eða taka ákv­arðanir í sam­ræmi við þá ef svo ber und­ir. Ég tek því al­gjör­lega und­ir þá gagn­rýni sem þar kom fram. Ég var hins veg­ar sem al­menn­ur þingmaður að hringja til að spyrja um stöðu mála. Fá upp­lýs­ing­ar um það hvort þarna væru ein­hver vanda­mál eins og ég hafði sjálf­ur upp­lifað í ráðuneyt­inu í þess­um viðkvæmu mál­um,“ hefur mbl.is eftir Jóni.

„Óheppilegt hvernig mál röðuðust þennan morgun“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tjáði sig um þessi símtöl til ríkislögreglustjóra þennan örlagaríka morgun í samtali við RÚV fyrr í dag og sagði þá að það væri „óeðlilegt að á þessum tíma dags sé verið að hringja í ríkislögreglustjóra, höfum það á hreinu, ég hef sagt það áður.“

„Það skiptir máli hvað kemur fram í slíkum samtölum og að allir skilji að það er dómsmálaráðherra sem fer með þann málaflokk sem ríkislögreglustjóri er að sinna og hann á ekki að þurfa að finna fyrir þrýstingi frá neinum öðrum en þeim ráðherra sem hefur eftirlitsskyldur með kerfinu. Það er þetta sem mér finnst aðalatriði máls en mér finnst óheppilegt hvernig mál röðuðust þennan morgun,“ sagði Bjarni. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    " Ég var hins veg­ar sem al­menn­ur þingmaður að hringja til að spyrja um stöðu mála."
    Þingmaður hefur ekki meiri rétt á upplýsingum frá lögreglustjóra en Pétur og Páll. Hann getur spurt dómsmálaráðherra um stöðu mála, ekkert umfram það. Almenningur getur ekki hringt á stöðina og spurt hvað hafi verið um að vera í nótt. Það sama gildir um þingmenn.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár