Fékk lýðræðið í afmælisgjöf og missti svo vinnuna

Enn einu sinni hélt Bjarki Þór Grön­feldt upp á af­mæl­ið sitt í kosn­inga­bar­áttu. En í þetta sinn bætt­ist at­vinnum­iss­ir við. Þrátt fyr­ir það er hann óvenju létt­ur í bragði.

Fékk lýðræðið í afmælisgjöf og missti svo vinnuna
Til aðstoðar Bjarki Þór hefur notið þess að vinna í ráðuneyti félags- og vinnumarkaðsmála. Þeim tíma er nú lokið. Mynd: Aðsend

Ég náði að slaka svo vel á í sveitinni um helgina. Hafði það reglulega gott. En ég hefði mátt vita að þetta væri svikalogn,“ segir Bjarki Þór Grönfeldt, sem var aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, þar til á þriðjudagskvöld. Bjarki átti stórafmæli á mánudag, daginn eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit stjórnarsamstarfinu. Eftir að hafa tekist á við stór mál í haust og að afloknum landsfundi Vinstri grænna undir stjórn nýs formanns, taldi Bjarki að skapast hefði örlítið rými til að njóta fallega haustsins í ró og næði.

En svo var friðurinn úti.

Naut afmælis í skugga stjórnarslita

„Ég lít svo á að ég hafi fengið lýðræðið í afmælisgjöf,“ segir Bjarki spurður um hvernig það hafi verið að fagna þrítugsafmæli við þessar óvenjulegu aðstæður. Afmælisdagurinn er 14. október en daginn áður hafði Bjarni boðað til blaðamannafundarins afdrifaríka. „Ég hafði vonast til þess að samstarfið myndi halda áfram og flokkarnir myndu ná að sameinast um ákveðin forgangsmál. Það var mín skoðun að það væri langbest að kjósa í vor. En svo var þessi ákvörðun tekin af okkar samstarfsflokki og hún stendur auðvitað bara.“

„Ég elska kosningabaráttu“

Mitt í ólgu og óvissu segist Bjarki þó hafa náð að njóta afmælisdagsins. Hann kom með köku í vinnuna og fékk húfu í afmælisgjöf frá samstarfsfólkinu, enda hafði hann verið húfulaus í haustferð ráðuneytisins nokkru áður og mörgum fundist það helst til kuldalegt.

Skemmtilegt gigg

Eftir að Vinstri græn ákváðu að sitja ekki í starfsstjórn þeirri sem nú starfar í landinu eru þingmenn flokksins ekki lengur ráðherrar og Bjarki missti því vinnuna. Hann nýtur þó biðlauna næstu þrjá mánuði. 

Þegar hann er spurður hvernig honum líði vitnar Bjarki í dr. Seuss: „Ekki gráta af því þessu er lokið. Brostu yfir því að það gerðist!“ Þetta segist hann ætla að tileinka sér.

Bjarki segist hafa notið þess mjög að vinna í ráðuneyti félags- og vinnumarkaðsmála. Er hann tók við starfi aðstoðarmanns Guðmundar Inga í febrúar hafi hann gert sér grein fyrir því að ekki væri um starf til langrar framtíðar að ræða. Á þeim tímapunkti hafi enda verið orðið ljóst að líklega væri farið að styttast í annan enda samstarfs Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks.

„Ég hef alltaf séð þetta sem svona gigg,“ segir hann um aðstoðarmannsstarfið. Gigg sem varð mun skemmtilegra en hann hafði átt von á og mjög lærdómsríkt að auki. Nú taki hins vegar kosningabaráttan við. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bjarki heldur upp á afmæli sitt í kosningabaráttu sem hann sjálfur tekur þátt í sem félagi í Vinstri grænum. Það gerði hann eftir stjórnarslit 2016 og aftur 2017. „Ég elska kosningabaráttu,“ segir Bjarki fullur eftirvæntingar. Spurður hvort hann verði í framboði í þetta sinn svarar hann eins og sannur pólitíkus: „Menn hafa komið að máli við mig!“

Í fullri alvöru segir hann svo: „Ég hef fengið hvatningar úr nokkrum áttum og er þakklátur fyrir það en ætla ekki fram í þetta skiptið. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“

Mest lesið

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
3
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár