Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
Sýknaður Albert Guðmundsson var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var framburður hans stöðugur Mynd: AFP

„Að öllu virtu … verður að telja að framburður ákærða um það sem gerðist umrædda nótt hafi heilt  yfir  verið staðfastur, skýr og trúverðugur. Ákærði hefur að mati dómsins verið sjálfum sér samkvæmur, allt frá Instagramsamskiptum sínum við [ætlaðan brotaþola], þar með talið hjá lögreglu og fyrir dómi. Innra samræmi í framburði hans er sömuleiðis gott. Þá hafa [þrjú vitni] öll borið að ákærða hafi brugðið við að heyra þær ásakanir sem á hann höfðu verið bornar. Er það í samræmi við viðbrögð ákærða sjálfs í Instagram-skilaboðum hans til [ætlaðs brotaþola] 27.júní 2023 og framburð hans fyrir dómi.“

Þetta kemur fram í sýknudómi yfir Alberti Guðmundssyni, atvinnumanni í fótbolta. Albert var fyrr í dag sýknaður af ákæru um nauðgun, rúmu ári eftir að fréttir bárust af því að Albert Guðmundsson hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot.

Konan „leitaði  á  neyðarmóttöku  fyrir  þolendur  kynferðisofbeldis  á  bráðamóttöku  Landspítalans mánudaginn 26. júní 2023, en var sagt að koma daginn eftir. Símasamband var haft við hana frá neyðarmóttökunni þriðjudaginn 27. sama mánaðar og hún boðuð til viðtals miðvikudaginn 28.sama mánaðar. Líkamsskoðun fór þó einhverra hluta vegna ekki fram, heldur var aðeins tekið við hana viðtal,“ segir í dómnum um málsatvik.

Boltinn hjá ríkissaksóknara

„Þetta er hárrétt lögfræðileg niðurstaða. Vel rökstuddur dómur. Við fögnum þessu,“ sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Alberts, rétt eftir að sýknudómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkudag í dag. 

Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konunnar sem kærði Albert, sagði það í höndum ríkissaksóknara hvort málið fari í áfrýjun eða ekki: „Þetta breytir engu um upplifun brotaþola sem stendur að sjálfsögðu óhögguð. Þetta mál er sakamál og það fjallar eingöngu um það hvort ströng skilyrði refsingar séu uppfyllt. Það er þá niðurstaðan að þau séu ekki uppfyllt“.

Það var í lok ágúst í fyrra sem greint var frá málinu í fjölmiðlum hér á landi. Í byrjun þessa árs felldi héraðssaksóknari málið niður en sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem lagði til við héraðssaksóknara að ákæra yrði gefin út. 

Í byrjun júlí var Albert síðan ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Ákæran var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur 3. júlí og aðalmeðferð í málinu fór fram í september. Albert neitaði sök. 

Ákæruvaldið krafðist þess að Albert yrði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá var hann krafinn um að greiða konunni þrjár milljónir í miskabætur.

Mjög ólík upplifun af því sem gerðist

Í niðurstöðum dómsins segir að ákærði og konan, ætlaður brotaþoli, séu ein til frásagnar um það sem gerðist á milli þeirra umræddanótt, 25. júní 2023, eftir að þrjú vitni höfðu yfirgefið íbúðina sem þau voru í, og önnur tvö vitni gengin til náða. 

„Ber mikið í milli þeirra og upplifun þeirra er augljóslega mjög ólík,“ segir þar. 

„Ákæra á hendur ákærða styðst fyrst og fremst við framburð vitnisins A, ætlaðs brotaþola í málinu. Hefur  hér  að  framan  verið  komist  að  þeirri  niðurstöðu  að  mótsagnir,  ónákvæmni,  misræmi  og eyður í upphaflegri frásögn A, varðandi atvik í aðdraganda hinnar kynferðislegu háttsemi, sem og eyður í samtölum og samskiptum fyrst á eftir, dragi verulega úr trúverðugleika framburðar A. Á það ekki aðeins við um þau tilteknu atriði sem þar um ræðir heldur einnig um framburð hennar að öðru leyti, þar með talda frásögn hennar af hinni kynferðislegu háttsemi, sem hún og ákærði eru ein til frásagnar um. Framburður A fær auk þess ekki að öllu leyti fullnægjandi stoð í gögnum málsins, auk þess sem hann er að hluta til í andstöðu við annað sem komið er fram í málinu, svo sem framburði annarra vitna,“ segir ennfremur í niðurstöðum dómsins. 

Takmörkuð gögn til staðar

Þá kemur segir að þessi atriði, auk annarra, dragi úr sönnunargildi framburðar hennar í málinu, og framburður hennar þyki  „þar  af  leiðandi  ekki  vera nægilega  áreiðanlegur til að  sakfelling  ákærða  verði  á honum  byggð, hvað þá gegn eindreginni neitun hans sjálfs.“

Fram kemur að önnur gögn séu takmörkuð og ekki fullnægjandi til að unnt sé að álykta um sekt ákærða. „Til að mynda fór engin læknisfræðileg skoðun fram á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis á bráðamóttöku  Landspítalans  í  Fossvogi,  hverju  sem  þar  er  um  að  kenna.  Niðurstöður  slíkrar skoðunar liggja þar af leiðandi ekki fyrir í málinu,“ segir í dómnum. 

Þá þyki þau gögn sem fyrir liggja, þar með taldir framburðir vitna, ekki síður styðja framburð Alberts en framburð konunnar - „og jafnvel enn frekar. Verður  því  ekki  sagt  að  framburðir  annarra  vitna  eða  önnur  gögn  málsins  styðji  frekar framburð [ætlaðs brotaþola] af atvikum en framburð ákærða.“

Enginn laus tími á neyðarmótttökunni

Í kafla um framburð fyrir dómi segir að konan kvaðst hafa farið „á mánudeginum,   degi   eftir   umrætt   atvik,   á   neyðarmóttöku   vegna kynferðisofbeldis á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, en verið beðin um að bíða í tjaldi á biðstofunni . Kvaðst hún hafa viljað fá þar skoðun og nefnt að ákærði hefði verið harðhentur við sig, en verið sagt að koma daginn eftir. Það breytti engu þar sem ákærði hefði ekki fengið sáðlát inni í henni. Neyðarmóttakan hafi hringt næsta dag, þriðjudaginn 27. júní 2023, og sagt að næsti lausi tími væri degi síðar, miðvikudaginn 28. júní. Kvaðst [ætlaður brotaþoli] hafa spurt hvort hún gæti ómögulega komist að þann dag, en hún væri stödd í vinnu sinni [...] og gæti komið hvenær sem væri. Hún hefði fengið  þau  svör  að  það  væri  ekki  hægt  og  að  enginn  tími  væri  laus  fyrr  en  daginn  eftir.“ Þá bar konan að hún hafi farið á neyðarmótttökuna daginn þar á eftir, á miðvikudeginum, þar sem hún hafi sagt konu sem tók á móti henni frá því sem gerst hafði. 

Í dómnum segir að teknu tilliti til sönnunarkrafa sem gerðar eru í sakamálum „verður ekki séð að lögfull sönnun sé komin fram um

sekt ákærða. Verður með öðrum orðum ekki talið að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa í málinu að ákærði hafi haft kynferðismök við [ætlaðan brotaþola] umrædda nótt, án hennar samþykkis, eða

Að öðru leyti viðhaft þá háttsemi sem lýst er í verknaðar lýsingu ákæru, umfram það sem hann hefur sjálfur kannast við. Verður ákærði þegar af framangreindum ástæðum sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu“.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
3
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
9
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár