„Ég segi allt fínt og er glöð að vera komin aftur til vinnu,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. Hún byrjaði reyndar þingveturinn í veikindaleyfi.
„Ég var slegin allhressilega niður með brjósklos, í annað sinn núna á rúmu ári,“ segir Hanna, sem kveðst þó koma stálslegin til leiks, við nokkuð sérstakar aðstæður.
„Þegar við stjórn er ríkisstjórn sem veit ekki hvort hún er að koma eða fara, eða hvert hún er að fara. Og fer svo jafnvel í þrjár mismunandi áttir, í þau skipti sem eitthvað gerist, er auðvitað kúnst að halda úti venjulegri stjórnarandstöðu.“
Fátt virðist öruggt, annað en að nú sé fyrir dyrum kosningavetur. Þá fer óneitanlega að berast blikk milli fólks og flokka. Pólitískt daður og þreifingar, enda næsta víst að öðruvísi muni raðast í næstu ríkisstjórn. Klukkuna vantar bráðum korter í þrjú í íslenskum stjórnmálum.
„Jú, jú, það sjást nú alveg merki þess og ekki …
Athugasemdir