Ég hef það ágætt en málið allt hvílir eðlilega þungt á fjölskyldunni og er auðvitað fyrst og síðast ákaflega þungbært börnunum hans Lúlla,“ segir Elías Pétursson, spurður um líðan sína og annarra aðstandenda, eftir fregnir síðustu vikna um rannsókn á andláti Lúðvíks bróður hans. Hann lést við sprungufyllingu við hús í Grindavík.
Í byrjun vikunnar birti Vinnueftirlitið skýrslu þar sem margvíslegar og alvarlegar athugasemdir eru gerðar við undirbúning og framkvæmd verksins, sem var í umsjón verkfræðistofunnar Eflu í umboði Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Hvorki hafi verið gert áhættumat né verktökum kynnt nægjanlega um aðstæður.
„Ég var búinn að bíða – og kannski líka kvíða – lokum þessarar rannsóknar Vinnueftirlitsins. Það var því bara verulegur léttir að sjá hversu vel unnin og ígrunduð sú rannsókn hefur verið, þrátt fyrir að taka einungis á afmörkuðum hluta málsins,“ segir Elías, sem telur að lokaorð …
Athugasemdir