Þann 24. ágúst árið 2014 mátti lesa eftirfarandi orð á Facebook-síðu félagsins Ísland-Palestína: „Við stefnum að því að fara í aðgerðir og það mun verða ljóst hvaða fyrirtæki það eru sem flytja inn og selja vörur frá Ísrael, og taka þar af leiðandi óbeint þátt í að styrkja hernám Ísraelsmanna.“
Tilkynningin var vísun í frétt á DV í tilefni stofnunar hreyfingarinnar. Síðan þá hefur hreyfingin orðið stærri, en í dag eru 7.700 skráðir meðlimir á Facebook-síðu hennar og kallar hópurinn sig Sniðganga fyrir Palestínu.
Hófí Jónsdóttir er ein þeirra.
„Þegar ég kem inn í hópinn í lok síðasta árs held ég að það hafi verið svona 200 manns en síðasta ár hefur fjölgað mjög mikið,“ segir Hófí.
„Augu manns opnuðust“
Í gegnum samtal og samráð á síðunni hefur hreyfingunni tekist að hafa teljanleg áhrif. Facebook-síða sniðgönguhreyfingarinnar á Íslandi er Sniðganga fyrir Palestínu – BDS …
Athugasemdir