Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Sonurinn bjargaði Sólveigu

Sól­veig Ág­ústs­dótt­ir hef­ur ekki far­ið auð­veldu leið­ina í líf­inu. Þeg­ar son­ur henn­ar kom í heim­inn fyr­ir 17 ár­um síð­an breytt­ist allt. „Hann varð ljós­ið í líf­inu mínu, bjarg­aði mér,“ seg­ir Sól­veig sem hef­ur ver­ið edrú síð­an.

Sonurinn bjargaði Sólveigu
Ljósið „Ég varð edrú og varð bara strax ófrísk og hann bjargaði mér,“ segir Sólveig.

Sólveig Ágústsdóttir er við vinnu í einu af litlu svörtu húsunum í Austurstræti á sólríkum fimmtudagsmorgni þegar blaðamaður stoppar hana og spyr hvort hún geti sagt frá því sem gerði hana að manneskjunni sem hún er í dag. Það var þrautargangan, pyttir helvítis og drykkju sem hún óskar engum að lenda í. Og svo er það sonurinn sem breytti öllu fyrir Sólveigu, sem var orðin 36 ára gömul þegar hann kom í heiminn, enda hafði hún alls ekki ætlað sér að eignast börn. En fyrir það er hún þakklát í dag. Gefum Sólveigu orðið. 

„Ég er í litla fyrirtækinu hennar frænku minnar. Ég er að vinna fyrir frænku mína sem er skartgripahönnuður og er að búa til allt þetta smádót sem er á borðinu hjá mér. Ég er búin að vera að hjálpa til af og til í nokkur ár,“ segir Sólveig þar sem hún stendur við svart borð drekkhlaðið skartgripum úr hraunmolum og perlum.

Við spyrjum stórrar spurningar þegar við tölum við fólkið í borginni. Hvað gerði þig að þeirri manneskju sem þú ert í dag? 

Sólveig þarf ekki að hugsa sig lengi um áður en hún svarar.

Ég er ekki búin að fara auðveldu leiðina í lífinu en ég er á góðum stað og vildi ekki að ég hefði farið aðra leið í dag því þá væri ég á öðrum stað í dag og ætti ekki þennan dreng sem ég á. Hann er sautján. Hann er núna að skakklappast eins og ég gerði en ég veit að hann mun ná sér út úr þessu. Hann er með öll tromp með sér því það eru allir að reyna að hjálpa honum. Þetta var einhvern veginn sjálfsagt þegar ég var ung, að vera eins og hálfviti.

Var þín þrautarganga löng? 

„Já, hún var svona tíu ár. Þetta var svona, drekkum í dag og sofum á morgun. Þetta var bara mjög erfitt. Ef ég hefði orðið ófrísk deginum fyrr hefði ég sennilega ekki átt barnið. Ég varð edrú og varð bara strax ófrísk og hann bjargaði mér. Hann varð ljósið í lífinu mínu, bjargaði mér þannig að nú trúi ég að ég geti bjargað honum.

Hvað varstu gömul þegar þú eignaðist son þinn?

„Ég ætlaði aldrei að eignast börn þannig að ég var 36 ára þegar ég átti hann. Ég hef verið edrú síðan.“

Er lífið betra þannig?

„Við skulum ekkert ræða það neitt,“ segir Sólveig og hlær aðeins. „Að vita hvar þú getir sofið og þú fáir að borða. Lífið er yndislegt ef þú leyfir því að vera það. Það er bara rosalega erfitt að detta í þessa pytti helvítis.“

Þú mælir ekki með því fyrir neinn?

„Nei, ekki mínum versta óvini einu sinni myndi ég óska að vera á þessum stað.“

Hvað ertu gömul í dag? 

„53 ára.

Þannig að allt lífið er fram undan? 

Eigum við ekki bara að segja það? Betri helmingurinn alla vega.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
5
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
„Sjálfsagt verða báðir jafn óánægðir með niðurstöðuna“
6
Fréttir

„Sjálfsagt verða báð­ir jafn óánægð­ir með nið­ur­stöð­una“

Eini stjórn­ar­mað­ur­inn í stjórn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs sem lagð­ist gegn opn­un Von­ar­skarðs fyr­ir vél­knúna um­ferð seg­ir mál­ið hafa ver­ið keyrt í gegn nú rétt fyr­ir kosn­ing­ar af for­manni og vara­for­manni sem skip­að­ir voru af um­hverf­is­ráð­herra sem stend­ur í kosn­inga­bar­áttu. Formað­ur stjórn­ar­inn­ar hafn­ar þessu al­far­ið og seg­ir að eng­inn póli­tísk­ur þrýst­ing­ur hafi ver­ið til stað­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár