Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Hvernig verður heimur dóttur minnar?

Dora Pacz seg­ir að áhyggj­ur henn­ar af hlýn­un jarð­ar hafi auk­ist mik­ið eft­ir að Abigail, dótt­ir henn­ar, kom í heim­inn fyr­ir níu mán­uð­um.

Hvernig verður heimur dóttur minnar?
Köld framtíð Dora Pacz telur að í framtíðinni geti orðið erfitt að búa á Íslandi vegna kulda. Mynd: Margrét Marteinsdóttir

Ættingjar mínir, vinkonur og vinir  í Ungverjalandi, þar sem var hræðilega heitt í sumar, segjast öfunda mig af því að búa í svalanum á Íslandi. Ég segi þeim að hér stefni í langvarandi kuldatíð. Það sé ekki öfundsvert.

Ég hef búið á Íslandi í fimm ár og orðið vör við miklar breytingar á veðrinu hér. Íslendingar segja sumir að alltaf hafi verið sviptingasamt í veðri hér. Svona var þetta líka í gamla daga, segja sumir. En svo eru aðrir sem segja að öfgar í veðri séu meiri en áður og séu að færast í aukana. Ég hef áhyggjur af þessu og tel að hér verði erfitt að búa í framtíðinni vegna kulda. Ég er líka hrædd um að við séum orðin of sein til að laga ástandið, jöklar eru að bráðna og yfirborð sjávar að hækka. 

Ég hef lengi haft áhyggjur af loftslagsvánni en aldrei eins og eftir að Abigail, dóttir mín, fæddist fyrir níu mánuðum. Hvernig verður heimur dóttur minnar? Ef ég verð heppin lifi ég í hálfa öld í viðbót en þetta snýst um veröld dóttur minnar sem mun væntanlega lifa lengur. 

En svo renna upp dagar eins og þessi sem slá á ótta og lífið verður gott. Ég og Abigail vorum að koma af bókasafninu þar sem við lásum og skoðuðum barnabækur. Það er hugsað vel um börn í bókmenntaheiminum.  

 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár