Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Karlarnir ætla allir á Miðflokkinn“

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

„Karlarnir ætla allir á Miðflokkinn“
Flokksmaður Framtíð forystu Sjálfstæðisflokksins hefur ítrekað borið á góma undanfarið, eftir að fylgi flokksins mældist lægra en fylgi Miðflokksins.

Ásgeir Bolli Kristinsson – Sjálfstæðismaður til áratuga, sem gjarnan er þekktur sem Bolli í 17 þar sem hann rak verslunina lengi vel – var staddur á Spáni, þar sem hann er búsettur, í 35 stiga hita þegar hann tók við símtali blaðamanns.

„Ef ég segði: „Ég skal skipta við þig um veður,“ þá myndir þú eftir 5–6 klukkutíma hringja í mig og segja: „Ég vil skipta aftur“.“

En Bolli vill helst ekki skipta um flokk og vill raunar að fleiri menn eins og hann, Sjálfstæðismenn til áratuga, geri það ekki heldur.  En það eru þeir farnir að gera. Svara: „Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ þegar Bolli spyr og hallast frekar að Miðflokknum.

„Bjarni á ekkert að vera vondur út í mig, ég styð Bjarna“
Ásgeir Bolli Kristinsson
Sjálfstæðismaður með meiru

„Örfáar eiginkonur þeirra segjast myndu kjósa Flokk fólksins. Karlarnir ætla allir á Miðflokkinn,“ segir Bolli.

Til þess að smala þessum óánægðu kjósendum heim lagði Bolli til í sumar að stofnaður yrði svokallaður DD-listi, aukalisti sem myndi byggja á grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins en renna inn í Sjálfstæðisflokkinn að loknum þingkosningum. Bolli sér fyrir sér að koma að valinu á þeim sem leiða listann í hverju kjördæmi fyrir sig en svo fái þeir hinir sömu – Bolli nefnir Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra, Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann og Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Ölfusi, sem vænlega kandídata í toppsætin – að raða rest eftir sínu höfði. Hann bætti því þó við í samtali við Vísi á miðvikudag að hann væri ekki að leita að „nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“. Ummæli hans voru gagnrýnd harðlega í kjölfarið, meðal annars af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra Sjálfstæðisflokksins, og Bolli baðst loks afsökunar.

Flokkur í basli

Vegna tillögu sinnar um DD-lista, sem hann krafðist svars við frá miðstjórn Sjálfstæðisflokksins fyrir 20. ágúst síðastliðinn en hefur enn ekki fengið svar við, hefur Bolli sannarlega verið í hringiðu umræðunnar í vikunni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, tók fremur illa í spurningar fréttamanns RÚV fyrr í vikunni um tillögu Bolla. „Hvað er þetta annað en gagnrýni á mín störf sérstaklega?“ spurði Bjarni.

„Bjarni á ekkert að vera vondur út í mig, ég styð Bjarna,“ segir Bolli, sem býst ekki við því að Valhellingar taki vel í tillöguna um DD-lista. „Svo getur VG haldið einhvern landsfund og úthúðað formanninum mínum. Hann bara brosir og segir: „Þetta er bara í fínu lagi“ en ef ég opna munninn þá bara bilast hann af vonsku út í mig og missir kúlið.“

Því þó að Bolli sé ósáttur vill hann mjög gjarnan að flokkurinn sem hann hefur kosið í öll þessi ár haldi velli. Sem stendur er tvísýnt um það. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn virðast berjast um fylgið og mældist sá fyrrnefndi fylgislægri en sá síðarnefndi í nýlegri könnun Maskínu. Bolli telur að þetta megi útskýra með því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki fylgt sinni grunnstefnu nægilega vel, meðal annars hvað varði ríkisfjármál, hælisleitendamál, orkumál, hvalveiðar og málefni eldri borgara.

„Ég er bara mjög óánægður Sjálfstæðismaður með það að stór hluti af gömlu fólki eigi ekki ofan í sig að borða. Mér finnst það vond tilhugsun. Það er ekki það samfélag sem ég vil að sé á Íslandi og þarf ekki að vera.“

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ég tók eftir orðalaginu "Valhellingar". Eftir mínum orðaskilningi eru þetta menn og konur sem eiga heima í Valhelli en ekki í Valhöll. Er þá höllin orðin að helli?
    3
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Það er meira og minna skemmt í þjóðfélaginu eftir þetta lið.
    5
  • Megi þessi flokkur þurrkast út !
    17
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
6
Erlent

Har­vard tek­ur af­stöðu gegn Trump – millj­arða fjár­mögn­un skól­ans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár