Fólk sem vinnur í umönnun í dag er bara þreytt. Þú mætir og vinnur og vinnur,“ segir Karla Barralaga Ocón, starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Mörk, sem hefur starfað á íslenskum hjúkrunarheimilum í rúma tvo áratugi, eftir að hún fluttist hingað frá Hondúras.
Þetta var ekki alltaf svona, segir Karla og fleiri viðmælendur Heimildarinnar taka undir. Þegar hún kom hingað fyrst og talaði litla sem enga íslensku gat hún fengið að sitja með heimilisfólkinu og læra af því.
„Þau sögðu mér frá því hvernig var í gamla daga, hvernig lífið var á Íslandi,“ segir Karla.
Hún er á meðal fjölmargra starfsmanna íslenskra hjúkrunarheimila erlendis frá, hóps sem hefur stækkað nokkuð á síðustu árum, ef litið er til talnagagna frá stéttarfélaginu Eflingu, sem Karla situr í samninganefnd fyrir. 29 prósent félagsfólks Eflingar sem starfar á hjúkrunarheimilum var erlent …
Athugasemdir (1)