Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.

Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
Hjúkrunarfræðingar Dill Viejo og Paola Bianka starfa sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala. Þau eru bæði frá Filippseyjum en filippseyskum hjúkrunarfræðingum hefur fjölgað hratt hér á landi síðan þau Paola og Dill fluttu hingað sitt í hvoru lagi. Mynd: Golli

Erlendu starfsfólki hefur fjölgað mjög hratt innan heilbrigðiskerfisins síðastliðinn áratug. Fjöldi hjúkrunarleyfa erlendra ríkisborgara hérlendis og læknaleyfa ríflega tvöfaldaðist á tímabilinu og hlutfall erlendra ríkisborgara af starfsmannafjölda Landspítala stökk úr þremur prósentum í rúm tíu. Starfsfólki hjúkrunarheimila af erlendum uppruna hefur jafnframt fjölgað verulega, ef litið er til talnagagna frá stéttarfélaginu Eflingu, úr 29 prósentum félagsfólks stéttarfélagsins sem vinnur hjá hjúkrunarheimilum í 43 prósent á síðastliðnum fjórum árum.

Allt er þetta í takt við breytingar á íslensku samfélagi sem hefur orðið mun fjölbreyttara þegar litið er til þjóðernis á síðastliðnum áratug. Hlutfall erlendra ríkisborgara af mannfjöldanum var um 8 prósent árið 2016 en var komið upp í 15 prósent í fyrra. 

Inga Lára Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Landspítala, segir  að íslenska heilbrigðiskerfið sé ekki sjálfbært í mönnun og að spítalinn geti sannarlega ekki án erlenda starfsfólksins verið. Þó að ákveðnar áskoranir fylgi þessari breyttu samsetningu starfsmannahópsins, eru kostirnir fleiri en gallarnir, …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Innflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Allt annað líf eftir að fjölskyldan sameinaðist
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

Allt ann­að líf eft­ir að fjöl­skyld­an sam­ein­að­ist

Paola Bianka, skurð­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, þurfti að skilja son sinn eft­ir á Fil­ipps­eyj­um fyrst um sinn til þess að kom­ast hing­að og vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu. Tveim­ur ár­um síð­ar var fjöl­skyld­an sam­ein­uð og Paola er hluti af sís­tækk­andi hópi fil­ipp­eyskra hjúkr­un­ar­fræð­inga sem starfa víða í heil­brigðis­kerf­inu og Land­spít­ali gæti ekki ver­ið án.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár