Ég er fædd við fjöllin vestur á Hvallátrum í Látrabjargi. Þú hleypur ekkert þar en ég gekk mikið á fjöll í gamla daga. Ég er fædd inn í fegurð og egg og fugl. Það var sigið og alltaf egg á vorin en ekki eins mikið af fugli og hjá afa sem saltaði hann í tunnur eins og venjulegt kjöt. Það var haft sem búbót. Fólkið lifði svona. Lifði frá hendi í munn. Það átti heldur ekkert meira. Ég var í farskóla en við krakkarnir lærðum jarðfræði og dýrafræði með því að lifa á þessum slóðum. Sá lærdómur kom ekki úr bókum.
Ég átti draug fyrir vestan. Hann Pilla. Sá hafði fylgt afa mínum sem var fæddur 1843 og þó að afi hafi átt Pilla hélt draugurinn áfram að fylgja ættinni eftir að afi dó. Ég var dauðhrædd við Pilla, við vorum það öll börnin og líka sumt fullorðið fólk. Við …
Athugasemdir